Sprautunálarán eru hluti af fíkniefnavandanum 23. mars 2008 20:30 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Gróf ofbeldisverk og hótun um ofbeldi hljóta alltaf að vera með alvarlegustu málum sem upp koma í okkar samfélagi, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs og íbúi í Breiðholti. Segja má að holskefla ofbeldisverka hafi riðið yfir Reykvíkinga nú yfir páskana. Fyrst með ítrekuðum ránum þar sem starfsfólki söluturna og bensínstöðvar var ógnað með sprautunálum. Svo með alvarlegri líkamsárás í Keilufelli. Vilhjálmur segir þessi rán með sprautunálar að vopni vera hluta af fíkniefnavandanum. „Maður hlýtur að spyrja sig hvort við megum eiga von á því að ofbeldisránum fjölgi og að þau verði grófari en áður þegar harðnar á dalnum í samfélaginu. Það er auðvitað óþarfi að mála skrattann á vegginn en við skulum heldur ekki loka augunum fyrir þessum möguleika," segir Vilhjálmur. Hann segir að langt leiddir fíkniefnaneytendur séu í raun sá hópur sem sé einna verst settur í okkar samfélagi. „Og það er með ólíkindum til hvaða örþrifaráða slíkir einstaklingar kunna að grípa til að fjármagna neysluna, " segir Vilhjálmur.Ástæða til þess að fara yfir öryggismál þjónustustofnana „Auðvitað gerir lögreglan allt sem í hennar valdi stendur en hún getur að sjálfsögðu aldrei komið endanlega í veg fyrir afbrot af þessu tagi. Mér finnst þess vegna full ástæða til þess að fulltrúar borgarinnar, lögregla og þeir sem starfrækja bensínstöðvar, banka, verslanir og söluturna, fari í sameiningu yfir öryggismál þessarra þjónustufyrirtækja og þeirra sem þar starfa," segir Vilhjálmur enn fremur. Vilhjálmur segir að margt hafi verið gert í öryggismálum hér á landi á undanförnum árum, en betur megi ef duga skal. Hann segist þess nokkuð viss að hægt sé að auka til muna öryggi þeirra sem starfi á þessum stöðum, og þar með draga úr líkum á að rán af þessu tagi endurtaki sig. „Hins vegar megum við aldrei gleyma því að heilladrýgstu viðbrögðin við svona afbrotum felast í forvarnarstarfi, góðum grunnskólum, traustum fjölskylduböndum, fjölbreyttu og hvetjandi umhverfi og raunhæfum meðferðarúrræðum," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir atburðina í Keilufelli vera skelfilega. Hann hafi hins vegar ekki kynnt sér sérstaklega hvað liggi að baki þeim og því vilji hann ekki tjá sig um þá sérstaklega. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Gróf ofbeldisverk og hótun um ofbeldi hljóta alltaf að vera með alvarlegustu málum sem upp koma í okkar samfélagi, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs og íbúi í Breiðholti. Segja má að holskefla ofbeldisverka hafi riðið yfir Reykvíkinga nú yfir páskana. Fyrst með ítrekuðum ránum þar sem starfsfólki söluturna og bensínstöðvar var ógnað með sprautunálum. Svo með alvarlegri líkamsárás í Keilufelli. Vilhjálmur segir þessi rán með sprautunálar að vopni vera hluta af fíkniefnavandanum. „Maður hlýtur að spyrja sig hvort við megum eiga von á því að ofbeldisránum fjölgi og að þau verði grófari en áður þegar harðnar á dalnum í samfélaginu. Það er auðvitað óþarfi að mála skrattann á vegginn en við skulum heldur ekki loka augunum fyrir þessum möguleika," segir Vilhjálmur. Hann segir að langt leiddir fíkniefnaneytendur séu í raun sá hópur sem sé einna verst settur í okkar samfélagi. „Og það er með ólíkindum til hvaða örþrifaráða slíkir einstaklingar kunna að grípa til að fjármagna neysluna, " segir Vilhjálmur.Ástæða til þess að fara yfir öryggismál þjónustustofnana „Auðvitað gerir lögreglan allt sem í hennar valdi stendur en hún getur að sjálfsögðu aldrei komið endanlega í veg fyrir afbrot af þessu tagi. Mér finnst þess vegna full ástæða til þess að fulltrúar borgarinnar, lögregla og þeir sem starfrækja bensínstöðvar, banka, verslanir og söluturna, fari í sameiningu yfir öryggismál þessarra þjónustufyrirtækja og þeirra sem þar starfa," segir Vilhjálmur enn fremur. Vilhjálmur segir að margt hafi verið gert í öryggismálum hér á landi á undanförnum árum, en betur megi ef duga skal. Hann segist þess nokkuð viss að hægt sé að auka til muna öryggi þeirra sem starfi á þessum stöðum, og þar með draga úr líkum á að rán af þessu tagi endurtaki sig. „Hins vegar megum við aldrei gleyma því að heilladrýgstu viðbrögðin við svona afbrotum felast í forvarnarstarfi, góðum grunnskólum, traustum fjölskylduböndum, fjölbreyttu og hvetjandi umhverfi og raunhæfum meðferðarúrræðum," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir atburðina í Keilufelli vera skelfilega. Hann hafi hins vegar ekki kynnt sér sérstaklega hvað liggi að baki þeim og því vilji hann ekki tjá sig um þá sérstaklega.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira