Innlent

Páskaboðskapurinn snýst ekki um hrun á mörkuðum

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, flutti páskapredikun í Dómkirkjunni í morgun. Hann sagði fréttir undanfarinna daga vart hafa snúist um annað en fjármál og gengi, hrun og svarta daga í kauphöllum og fyrirtækjum, óvissu og ótta.

Frétt páskadagsins væri hins vegar af öðru tagi, hún væri um bjartan morgun sem risi úr öllum vonbrigðasorta, um verðmæti sem ekki rýrni. Biskup minnti á kröfur Krists um kærleika, fyrirgefningu og miskunnsemi, sem ekki megi láta okkur í friði og alls ekki í menningu og samfélagi sem sé svo undirlagt eigingirni og sjálfselsku og upptekið af dýrkun græðgifýsnar og valda, fast í fíkn og lífsflótta af öllu tagi.

Líf og boðskapur Krists, sagði biskup, ögrar þeim hugsunarhætti sem áskilji sér skýlausan rétt og kröfu á hendur lífinu og mönnum og máttarvöldum að njóta lífsins hvað sem það kostar. Hann sagði orðræðu haturs eiga aukinn hljómgrunn víða um heim og að trúin verði oft handbendi illra hvata, rétt eins og stjórnmálin, en hún sé þó ásamt ástinni og umhyggjunni, uppspretta hins besta í lífinu.

Ef smellt er á hlekkinn hér að neðan má lesa predikun biskups í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×