Gunnar: Gaf merki um hornspyrnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2007 18:04 Dick Advocaat, þjálfari Zenit, var ekki ánægður með vítaspyrnudóm Kristins. Nordic Photos / AFP Gunnar Gylfason, FIFA aðstoðardómari, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Kristins Jakobssonar. Gunnar var aðstoðardómari Kristins í leik Everton og Zenit St. Pétursborg í UEFA-bikarkeppninni fyrr í mánuðinum. Kristinn dæmdi vítaspyrnu í leiknum og rak leikmann rússneska liðsins af velli í kjölfarið fyrir að handleika knöttinn innan teigs. Sjónvarpsendursýningar sýndu hins vegar að umræddur leikmaður handlék knöttinn ekki. Var því hvorki vítaspyrnan né rauða spjaldið réttur dómur. Kristinn tjáði sig um atvikið í samtali við Fréttablaðið þann 7. desember. „Þetta var stór ákvörðun sem ég tók í samráði við aðstoðardómara, sem var Gunnar Gylfason í þessu tilviki, og við stóðum náttúrlega og féllum með henni. Fyrst ég mat þetta þannig að leikmaður Zenit hefði handleikið knöttinn og um leið komið í veg fyrir mark, þá lá það í augum uppi samkvæmt reglum að dæma víti og gefa viðkomandi leikmanni rautt spjald. Ef ég hefði hins vegar séð atvikið frá öðru sjónarhorni, eins og ég sá á myndbandsupptöku eftir leikinn, þá hefði ég vitanlega hvorki dæmt víti né gefið leikmanninum rautt spjald," sagði Kristinn. Kristinn tjáði sig svo á nýjan leik um atvikið í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Heildarniðurstaðan er mjög góð en það var samt rætt samstarf okkar Gunnars [Gylfasonar aðstoðardómara]. Gunnari fannst þetta vera víti og hendi og ég varð auðvitað að elta hann enda erum við í sama liði. Við stöndum og föllum með því," sagði Kristinn. Gunnar Gylfason sendi svo frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í dag: „Samkvæmt reglum UEFA er dómurum óheimilt að tjá sig við fjölmiðla um þá leiki sem þeir dæma á vegum þeirra. Ég tel mig hins vegar knúinn til þess að leiðrétta misskilning sem hefur orðið vegna ummæla Kristins Jakobssonar í fjölmiðlum eftir leik Everton og Zenit Petersburg 5. desember s.l. Á 30. mínútu leiksins tók Kristinn þá ákvörðun að dæma vítaspyrnu á Zenit þegar undirritaður gaf merki um hornspyrnu." Evrópudeild UEFA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira
Gunnar Gylfason, FIFA aðstoðardómari, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Kristins Jakobssonar. Gunnar var aðstoðardómari Kristins í leik Everton og Zenit St. Pétursborg í UEFA-bikarkeppninni fyrr í mánuðinum. Kristinn dæmdi vítaspyrnu í leiknum og rak leikmann rússneska liðsins af velli í kjölfarið fyrir að handleika knöttinn innan teigs. Sjónvarpsendursýningar sýndu hins vegar að umræddur leikmaður handlék knöttinn ekki. Var því hvorki vítaspyrnan né rauða spjaldið réttur dómur. Kristinn tjáði sig um atvikið í samtali við Fréttablaðið þann 7. desember. „Þetta var stór ákvörðun sem ég tók í samráði við aðstoðardómara, sem var Gunnar Gylfason í þessu tilviki, og við stóðum náttúrlega og féllum með henni. Fyrst ég mat þetta þannig að leikmaður Zenit hefði handleikið knöttinn og um leið komið í veg fyrir mark, þá lá það í augum uppi samkvæmt reglum að dæma víti og gefa viðkomandi leikmanni rautt spjald. Ef ég hefði hins vegar séð atvikið frá öðru sjónarhorni, eins og ég sá á myndbandsupptöku eftir leikinn, þá hefði ég vitanlega hvorki dæmt víti né gefið leikmanninum rautt spjald," sagði Kristinn. Kristinn tjáði sig svo á nýjan leik um atvikið í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Heildarniðurstaðan er mjög góð en það var samt rætt samstarf okkar Gunnars [Gylfasonar aðstoðardómara]. Gunnari fannst þetta vera víti og hendi og ég varð auðvitað að elta hann enda erum við í sama liði. Við stöndum og föllum með því," sagði Kristinn. Gunnar Gylfason sendi svo frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í dag: „Samkvæmt reglum UEFA er dómurum óheimilt að tjá sig við fjölmiðla um þá leiki sem þeir dæma á vegum þeirra. Ég tel mig hins vegar knúinn til þess að leiðrétta misskilning sem hefur orðið vegna ummæla Kristins Jakobssonar í fjölmiðlum eftir leik Everton og Zenit Petersburg 5. desember s.l. Á 30. mínútu leiksins tók Kristinn þá ákvörðun að dæma vítaspyrnu á Zenit þegar undirritaður gaf merki um hornspyrnu."
Evrópudeild UEFA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira