Ólafur Helgi ekki íhugað að segja af sér 29. júní 2011 18:08 Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður og lögreglustjóri á Selfossi. Mynd/Einar Ólason Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segist ekki hafa íhugað að segja af sér embætti eftir að Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir meintum barnaníðingi í Vestmannaeyjum. Hann segist fagna úrskurðinum og að með honum hafi verið gengið lengra í skilgreiningunni á hugtakinu „almannahagsmunir“ en áður hefur verið gert. Ólafur Helgi segir í tilkynningu á vef lögreglunnar að við flutning gæsluvarðhaldskröfunnar í héraðsdómi hafi settur saksóknari, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, í málinu lýst því sem mistökum Ólafs Helga að hafa ekki gert kröfu um gæslu yfir meintum geranda. Meintur barnaníðingur í Vestmannaeyjum gekk laus í um það bil eitt ár eftir að myndir sem hann tók af fórnarlambi sínu komust í hendur lögreglu. Hann er grunaður um að hafa níðst á fórnarlambi sínu, átta ára stjúpdóttur sinni, svo mánuðum skipti. Maðurinn var ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrr en síðastliðinn laugardag og eins og fyrr segir staðfesti Hæstiréttur úrskurðinn í dag.Samskipti á milli embættana þegar málið kom inn á borð lögreglu Lögreglustjórinn segir að þegar saksóknari fór fram á að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald síðastliðinn laugardag hafi hann lýst því yfir að það hafi verið mistök af hálfu lögreglustjórans að hafa ekki gert kröfu um gæslu yfir meintum geranda þegar málið kom inn á borð til hans. „Þetta gerir saksóknarinn vitandi vits að óformleg samskipti höfðu farið fram milli embættanna (lögreglustjórans á Selfossi og ríkissaksóknara, innsk.blm.) um mögulega gæsluvarðhaldskröfu bæði við upphaf máls, þegar upplýsingar um myndefnið lágu fyrir og við ábendingar barnaverndarnefndar Vestmanneyja í mars s.l.," segir lögreglustjórinn á vefnum. Þar kemur fram að það hafi verið samdóma álit að ekki skyldi krefjast gæsluvarðhalds yfir manninum en ábyrgðin liggi hinsvegar hjá lögreglustjóranum.Dóttir yfirmanns kynferðisbrotadeildar saksóknari Ólafur Helgi hefur ekki tjáð sig mikið um málið á meðan Hæstiréttur hefur haft það til umfjöllunar en segir á vefnum að einstakir fjölmiðlar og fjölmiðlamenn hafi viðhaft hótanir um að rægja lögreglustjórann vegna þess að þeir hafa ekki fengið allar upplýsingar um málið. „Þeir hafa lagt í þá vinnu að kalla til viðtals „sérfræðinga" til álits og þannig sett yfirmenn annarra lögregluliða í þá stöðu að vitna um rannsókn máls sem þeir hafa ekki aðgang að til að kynna sér," segir á vefnum. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýndi Ólaf Helga í fréttum RÚV í gærkvöldi og sagði að nægir hagsmunir hefðu verið í málinu til að loka brotamanninn inni þegar málið kom inn á borð lögreglustjórans á Selfossi fyrst. Björgvin vinnur ekki hjá ríkissaksóknara og hefur því ekki aðgang að gögnum embættisins. Dóttir Björgvins er settur saksóknari í málinu, Hulda Elsa Björgvinsdóttir. „Sú ákvörðun að upplýsa ekki um atriði máls á ekki lengur við núna enda efnisatriðum lýst í úrskurði héraðsdóms og Hæstaréttar. Ein af ástæðum þess að ekki var farið fram á gæsluvarðhald á sínum tíma var að sá friður sem væri um þolandann, á meðan málsmeðferð stæði, væri honum meira virði en það ömurlega fjaðrafok sem nú skekur fjölmiðla þar sem sá sem ábyrgur er fyrir rannsókn máls hefur verið gerður að „skúrkinum" í því," segir Ólafur Helgi í tilkynningunni og tekur fram að rannsókn málsins hafi verið umfangsmikil.Ekki íhugað að segja af sér „Hún hefur verið unnin af yfirvegun af reyndum rannsóknarlögreglumönnum lögregluliðanna á Selfossi og í Vestmanneyjum. Ábendingar um reynsluleysi þeirra eru í besta falli settar fram af þekkingarskorti en kynferðisbrot gegn börnum hafa því miður verið algeng verkefni rannsóknardeildarinnar mörg síðastliðin ár. Þannig hefur deildin rannsakað 177 kynferðisbrotamál frá 1. janúar 2007 til dagsins í dag, 40 til 50 mál ár hvert. Þyngsti dómur vegna kynferðisbrots gegn barni á Íslandi, 8 ár, var kveðinn upp eftir rannsókn þess máls hér við embættið,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þegar Vísir náði tali af Ólafi Helga í dag vísaði hann á vef lögreglunnar og sagði að þar stæði allt sem hann hefði að segja um málið. Þegar hann var inntur eftir því hvort að hann hafi íhugað að segja af sér vegna málsins sagði hann: „Spurningin kemur mér á óvart, ég hef ekki íhugað það og ætla ekki að fara klóra ofstækismönnum út í bæ öfugt með því,“ sagði hann.Tilkynninguna frá Ólafi Helga er hægt að lesa í heild sinni á vef lögreglunnar hér. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segist ekki hafa íhugað að segja af sér embætti eftir að Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir meintum barnaníðingi í Vestmannaeyjum. Hann segist fagna úrskurðinum og að með honum hafi verið gengið lengra í skilgreiningunni á hugtakinu „almannahagsmunir“ en áður hefur verið gert. Ólafur Helgi segir í tilkynningu á vef lögreglunnar að við flutning gæsluvarðhaldskröfunnar í héraðsdómi hafi settur saksóknari, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, í málinu lýst því sem mistökum Ólafs Helga að hafa ekki gert kröfu um gæslu yfir meintum geranda. Meintur barnaníðingur í Vestmannaeyjum gekk laus í um það bil eitt ár eftir að myndir sem hann tók af fórnarlambi sínu komust í hendur lögreglu. Hann er grunaður um að hafa níðst á fórnarlambi sínu, átta ára stjúpdóttur sinni, svo mánuðum skipti. Maðurinn var ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrr en síðastliðinn laugardag og eins og fyrr segir staðfesti Hæstiréttur úrskurðinn í dag.Samskipti á milli embættana þegar málið kom inn á borð lögreglu Lögreglustjórinn segir að þegar saksóknari fór fram á að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald síðastliðinn laugardag hafi hann lýst því yfir að það hafi verið mistök af hálfu lögreglustjórans að hafa ekki gert kröfu um gæslu yfir meintum geranda þegar málið kom inn á borð til hans. „Þetta gerir saksóknarinn vitandi vits að óformleg samskipti höfðu farið fram milli embættanna (lögreglustjórans á Selfossi og ríkissaksóknara, innsk.blm.) um mögulega gæsluvarðhaldskröfu bæði við upphaf máls, þegar upplýsingar um myndefnið lágu fyrir og við ábendingar barnaverndarnefndar Vestmanneyja í mars s.l.," segir lögreglustjórinn á vefnum. Þar kemur fram að það hafi verið samdóma álit að ekki skyldi krefjast gæsluvarðhalds yfir manninum en ábyrgðin liggi hinsvegar hjá lögreglustjóranum.Dóttir yfirmanns kynferðisbrotadeildar saksóknari Ólafur Helgi hefur ekki tjáð sig mikið um málið á meðan Hæstiréttur hefur haft það til umfjöllunar en segir á vefnum að einstakir fjölmiðlar og fjölmiðlamenn hafi viðhaft hótanir um að rægja lögreglustjórann vegna þess að þeir hafa ekki fengið allar upplýsingar um málið. „Þeir hafa lagt í þá vinnu að kalla til viðtals „sérfræðinga" til álits og þannig sett yfirmenn annarra lögregluliða í þá stöðu að vitna um rannsókn máls sem þeir hafa ekki aðgang að til að kynna sér," segir á vefnum. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýndi Ólaf Helga í fréttum RÚV í gærkvöldi og sagði að nægir hagsmunir hefðu verið í málinu til að loka brotamanninn inni þegar málið kom inn á borð lögreglustjórans á Selfossi fyrst. Björgvin vinnur ekki hjá ríkissaksóknara og hefur því ekki aðgang að gögnum embættisins. Dóttir Björgvins er settur saksóknari í málinu, Hulda Elsa Björgvinsdóttir. „Sú ákvörðun að upplýsa ekki um atriði máls á ekki lengur við núna enda efnisatriðum lýst í úrskurði héraðsdóms og Hæstaréttar. Ein af ástæðum þess að ekki var farið fram á gæsluvarðhald á sínum tíma var að sá friður sem væri um þolandann, á meðan málsmeðferð stæði, væri honum meira virði en það ömurlega fjaðrafok sem nú skekur fjölmiðla þar sem sá sem ábyrgur er fyrir rannsókn máls hefur verið gerður að „skúrkinum" í því," segir Ólafur Helgi í tilkynningunni og tekur fram að rannsókn málsins hafi verið umfangsmikil.Ekki íhugað að segja af sér „Hún hefur verið unnin af yfirvegun af reyndum rannsóknarlögreglumönnum lögregluliðanna á Selfossi og í Vestmanneyjum. Ábendingar um reynsluleysi þeirra eru í besta falli settar fram af þekkingarskorti en kynferðisbrot gegn börnum hafa því miður verið algeng verkefni rannsóknardeildarinnar mörg síðastliðin ár. Þannig hefur deildin rannsakað 177 kynferðisbrotamál frá 1. janúar 2007 til dagsins í dag, 40 til 50 mál ár hvert. Þyngsti dómur vegna kynferðisbrots gegn barni á Íslandi, 8 ár, var kveðinn upp eftir rannsókn þess máls hér við embættið,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þegar Vísir náði tali af Ólafi Helga í dag vísaði hann á vef lögreglunnar og sagði að þar stæði allt sem hann hefði að segja um málið. Þegar hann var inntur eftir því hvort að hann hafi íhugað að segja af sér vegna málsins sagði hann: „Spurningin kemur mér á óvart, ég hef ekki íhugað það og ætla ekki að fara klóra ofstækismönnum út í bæ öfugt með því,“ sagði hann.Tilkynninguna frá Ólafi Helga er hægt að lesa í heild sinni á vef lögreglunnar hér.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira