Díselolía 5 krónum ódýrari 7. maí 2005 00:01 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka hið umdeilda olíugjald til að stuðla að frekari notkun díselbíla, sem viðurkennt er að menga síður umhverfið þar sem vélarnar eru sparneytnari en bensínvélar. Frumvarpi ríkisstjórnarinnar var dreift á Alþingi síðdegis. Í frumvarpinu er olíugjaldið, sem á að koma til framkvæmda 1. júlí, lækkað þannig að útsöluverð díselolíu verði fimm krónum ódýrara en ella næstu sex mánuðina. Sveiflur í heimsmarkaðsverði hafa valdið því að díselolía hefur verið dýrara en bensín. Með frumvarpinu nú verður hins vegar breyting þar á. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að hugmyndin með nýja kerfinu sé að stuðla að því að díselbílar verði hagkvæmari en verið hefur og raunverulegur samkeppniskostur við bensínbílanna. Eftir að lögin voru samþykkt í fyrra hefur það gerst á heimsmarkaði að díselolían er orðin dýrarin en bensínið sem er mjög óvanalegt ástand. „Við ætlum að bregðast við því með því að lækka gjaldið á díselolíuna með þessum hætti, og þá í sex mánuði til að byrja með til að gefa sjálfum okkur tóm til þess að meta það í haust hvernig reynslan er af þessu kerfi, og hvernig rétt er að stilla þessi kerfi af innbyrðis, allt svo olíugjaldið, bensíngjald og kílómetragjald á þyngri bílanna,“ segir Geir. Kostnaður ríkissjóðs vegna frumvarpsins er um 160 milljónir. Það þarf aukinn meirihluta á þinginu til að afgreiða frumvarpið vegna þess hversu seint það kemur fram. Ráðherrann á þó ekki von á andstöðu enda sé um ívilnandi frumvarp að ræða. Hann segir að beðið hafi verið með að leggja það fram til að meta hvernig málið liti út. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka hið umdeilda olíugjald til að stuðla að frekari notkun díselbíla, sem viðurkennt er að menga síður umhverfið þar sem vélarnar eru sparneytnari en bensínvélar. Frumvarpi ríkisstjórnarinnar var dreift á Alþingi síðdegis. Í frumvarpinu er olíugjaldið, sem á að koma til framkvæmda 1. júlí, lækkað þannig að útsöluverð díselolíu verði fimm krónum ódýrara en ella næstu sex mánuðina. Sveiflur í heimsmarkaðsverði hafa valdið því að díselolía hefur verið dýrara en bensín. Með frumvarpinu nú verður hins vegar breyting þar á. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að hugmyndin með nýja kerfinu sé að stuðla að því að díselbílar verði hagkvæmari en verið hefur og raunverulegur samkeppniskostur við bensínbílanna. Eftir að lögin voru samþykkt í fyrra hefur það gerst á heimsmarkaði að díselolían er orðin dýrarin en bensínið sem er mjög óvanalegt ástand. „Við ætlum að bregðast við því með því að lækka gjaldið á díselolíuna með þessum hætti, og þá í sex mánuði til að byrja með til að gefa sjálfum okkur tóm til þess að meta það í haust hvernig reynslan er af þessu kerfi, og hvernig rétt er að stilla þessi kerfi af innbyrðis, allt svo olíugjaldið, bensíngjald og kílómetragjald á þyngri bílanna,“ segir Geir. Kostnaður ríkissjóðs vegna frumvarpsins er um 160 milljónir. Það þarf aukinn meirihluta á þinginu til að afgreiða frumvarpið vegna þess hversu seint það kemur fram. Ráðherrann á þó ekki von á andstöðu enda sé um ívilnandi frumvarp að ræða. Hann segir að beðið hafi verið með að leggja það fram til að meta hvernig málið liti út.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira