Umfjöllun: Þór - Mlada Boleslav 0-1 | Þórsarar klikkuðu á tveimur vítum Björn Ívar Björnsson á Þórsvelli skrifar 26. júlí 2012 18:45 Þór frá Akureyri er dottið úr leik í Evrópudeildinni í knattspyrnu eftir 0-1 tap fyrir FK Mladá Boleslav frá Tékklandi. Lukas Magera skoraði eina mark gestanna sem voru ívið sterkari. Þór klúðraði þó tveimur vítaspyrnum í leiknum og hefðu með smá heppni getað gert einvígið spennandi. Það var nokkuð hvasst á Akureyri í kvöld þegar Þór tók á móti FK Mladá Boleslav í annari umferð Evrópudeildarinnar. Leikurinn byrjaði rólega en gestirnir frá Tékklandi mun meira með boltann. Þórsarar beyttu skyndisóknum og Sveinn Elías Jónsson átti tvö fín færi eftir um tíu mínútna leik. Það var svo á 31. Mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Þar var að verki Lukas Magera sem skoraði af harðfylgi eftir hornspyrnu frá Jakob Mares sem var atkvæðamikill í liði gestanna. Aðeins tveimur mínútum seinna fengu Þórsarar vítaspyrnu þegar fyrirliði gestanna handlék knöttinn innan teigs. Ármann Pétur Ævarsson steig á punktinn en spyrnan var slök. Jan Seda í marki gestanna varði boltinn beint aftur til Ármanns sem var einn fyrir opnu marki en tókst á óskiljanlegan hátt að láta Seda í markinu verja aftur. Á lokamínútu hálfleiksins fékk framherji Tékkanna mjög gott færi eftir góðan undirbúning hjá fyrrnefndum Mares. Joshua Wicks sem stóð í marki Þórs í fyrsta sinn varði glæsilega. Seinni hálfleikur hófst líkt og sá fyrri. Fyrstu fimm mínúturnar voru gestirnir meira með boltann en næstu 10 mínútur voru algjörlega eign Þórs. Klárlega besti kafli þeirra í leiknum. Á 52. Mínútu fengu Þórsarar svo sína aðra vítaspyrnu í leiknum þegar Kristinn Þór Björnsson var felldur á markteig. Nú steig Jóhann Helgi upp en spyrnan var slök og töluvert framhjá. Ef það var ekki nóg til að drepa vonarneista heimamanna þá fékk Jóhann Helgi Hannesson sitt annað gula spjald á 68. Mínútu og þar með rautt. Fjórum mínútum seinna fengu gestirnir dauðafæri þegar þeir voru fjórir á móti einum varnarmanni Þórs. Boltinn barst til Vaclac Ondrejka en hann átti hörmulegt skot sem rétt náði að leka aftur fyrir endamörk. Eftir það fjaraði leikurinn út og 0-1 sigur gestanna staðreynd. Það verður að hrósa Þórsurum fyrir góða baráttu og fínan leik í kvöld. Þeir gáfu Tékkunum engan frið og með smá heppni hefði þetta getað orðið spennandi. Þar með lauk Evrópuævintýri Þórs þetta tímabilið. Evrópudeild UEFA Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Þór frá Akureyri er dottið úr leik í Evrópudeildinni í knattspyrnu eftir 0-1 tap fyrir FK Mladá Boleslav frá Tékklandi. Lukas Magera skoraði eina mark gestanna sem voru ívið sterkari. Þór klúðraði þó tveimur vítaspyrnum í leiknum og hefðu með smá heppni getað gert einvígið spennandi. Það var nokkuð hvasst á Akureyri í kvöld þegar Þór tók á móti FK Mladá Boleslav í annari umferð Evrópudeildarinnar. Leikurinn byrjaði rólega en gestirnir frá Tékklandi mun meira með boltann. Þórsarar beyttu skyndisóknum og Sveinn Elías Jónsson átti tvö fín færi eftir um tíu mínútna leik. Það var svo á 31. Mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Þar var að verki Lukas Magera sem skoraði af harðfylgi eftir hornspyrnu frá Jakob Mares sem var atkvæðamikill í liði gestanna. Aðeins tveimur mínútum seinna fengu Þórsarar vítaspyrnu þegar fyrirliði gestanna handlék knöttinn innan teigs. Ármann Pétur Ævarsson steig á punktinn en spyrnan var slök. Jan Seda í marki gestanna varði boltinn beint aftur til Ármanns sem var einn fyrir opnu marki en tókst á óskiljanlegan hátt að láta Seda í markinu verja aftur. Á lokamínútu hálfleiksins fékk framherji Tékkanna mjög gott færi eftir góðan undirbúning hjá fyrrnefndum Mares. Joshua Wicks sem stóð í marki Þórs í fyrsta sinn varði glæsilega. Seinni hálfleikur hófst líkt og sá fyrri. Fyrstu fimm mínúturnar voru gestirnir meira með boltann en næstu 10 mínútur voru algjörlega eign Þórs. Klárlega besti kafli þeirra í leiknum. Á 52. Mínútu fengu Þórsarar svo sína aðra vítaspyrnu í leiknum þegar Kristinn Þór Björnsson var felldur á markteig. Nú steig Jóhann Helgi upp en spyrnan var slök og töluvert framhjá. Ef það var ekki nóg til að drepa vonarneista heimamanna þá fékk Jóhann Helgi Hannesson sitt annað gula spjald á 68. Mínútu og þar með rautt. Fjórum mínútum seinna fengu gestirnir dauðafæri þegar þeir voru fjórir á móti einum varnarmanni Þórs. Boltinn barst til Vaclac Ondrejka en hann átti hörmulegt skot sem rétt náði að leka aftur fyrir endamörk. Eftir það fjaraði leikurinn út og 0-1 sigur gestanna staðreynd. Það verður að hrósa Þórsurum fyrir góða baráttu og fínan leik í kvöld. Þeir gáfu Tékkunum engan frið og með smá heppni hefði þetta getað orðið spennandi. Þar með lauk Evrópuævintýri Þórs þetta tímabilið.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira