Innlent

Vonast til að opna hótelið aftur í júní

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Hótelið var tekið í notkun í ágúst á síðasta ári og eru framkvæmdir enn í gangi.
Hótelið var tekið í notkun í ágúst á síðasta ári og eru framkvæmdir enn í gangi. Vísir/Egill

Vonir standa til að hótelin geti farið að taka aftur á móti gestum í júní en þeir sem á þeim starfa vona að Íslendingar verði tíðir gestir á hótelunum í sumar.

Síðustu ár hefur mikil uppbygging átt sér stað við Geysi en í lok síðasta sumars var þar tekið í notkun nýtt hótel.

Kristján Traustason vonast til að gestir geti aftur farið að gista á hótelinu í júní.Vísir/Egill

„Það eru 77 herbergi og fimm svítur af því. Allt frá þrjátíu fermetrum og upp í áttatíu fermetrar,“ segir Kristján Traustason hjá Hótel Geysi. Enn standa yfir framkvæmdir við hótelið en meðal annars er verið að klára fundarsali.

Innan við ár frá opnun hótelsins sem nú stendur autt

Kristján segir engan hafa geta séð fyrir sér að innan við ári eftir að hótelið var tekið í notkun stæði það autt en hótelinu var lokað þegar samkomubannið var sett á. Stafshlutfall allar sem vinna á hótelinu hefur verið skert á meðan að ástandið varir. Kristján vonast til að hægt verði að byrja aftur að taka á móti gestum í byrjun sumars.

„Við erum að vonast til að geta opnað 1. júní. Það fer eftir bara hvaða viðmið þeir setja og ef þeir auka það úr fimmtíu og upp úr þá getum við farið að opna 1. júní.“

Hótelið stendur við Geysi sem dregur jafnan að marga ferðamenn.Vísir/Egill

Hann segist skilja umræðuna um hótelverð en segir því stillt í hóf miðað við allt sem í boði er. Hann vonar að Íslendingar verði tíðir gestir á hótelum í sumar.

„Að Íslendingar nýti sér það að koma hérna eins og bara var hérna fyrir tuttugu árum síðan.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×