Innlent

Lúðvík ætlar að bjóða sig fram til Alþingis

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar mun gefa kost á sér til Alþingis.
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar mun gefa kost á sér til Alþingis.

Lúðvík Geirsson ætlar að bjóða sig fram til Alþingis fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Lúðvík er bæjarstjóri Hafnarfjarðar en Samfylkingin hefur haldið hreinum meirihluta í bænum í tvö kjörtimabil.

Hann býður sig nú fram í ljósi þess að samfylkingarmaðurinn Gunnar Svavarsson, fyrsti þingmaður suðvesturkjödæmis, ætlar ekki að gefa kost á sér til þings, að eigin sögn til þess að skapa svigrúm fyrir endurnýjun á Alþingi.

Yfirlýsingar frá Lúðvíki er að vænta í dag.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×