Margrét ekki á leið í framboð 27. febrúar 2009 17:05 Margrét Sverrisdóttir. Margrét Sverrisdóttir, varaformaður Íslandshreyfingarinnar, ætlar ekki að gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar nú þegar Íslandshreyfingin hefur óskað eftir því að gerast aðili að Samfylkingunni sem eitt af aðildarfélögum hennar. ,,Ég ætla ekki að gefa kost á mér. Ég er nýbyrjuð í skemmtilegu starfi og er auðvitað í hlutastarfi í borginni," segir Margrét spurð hvort hún ætli að bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík en framboðsfrestur rennur út á morgun. Margrét er varaborgarfulltrúi og starfar sem verkefnastjóri Leonardóverkefna hjá Rannsóknarþjónustu Háskóla Íslands.Hefur skipt um skoðun varðandi ESB Margrét er afar sátt með inngöngu Íslandshreyfingarinnar í Samfylkinguna ,,Fyrir mér var þetta fyrst og fremst spurning um að finna málefnunum okkar farveg af því við sjáum að þessi fimm prósent þröskuldur er geysilega þungbær," segir Margrét og bætir við að stjórn hreyfingarinnar hafi rætt við fjölmarga félagsmenn um málið. Að auki kveðst hún hafa skipt um skoðun varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. ,,Við verðum að kanna aðild því okkur liggur mjög á því að fá gjaldeyri sem er nothæfur," segir Margrét.Gengur í Samfylkinguna í dag eða morgun Margrét er ekki gengin formlega til liðs við Samfylkinguna. Hún hyggst ganga frá skráningu í dag eða á morgun til að geta tekið þátt í prófkjöri flokksins í Reykjavík en kjörskráin lokar á morgun. Íslandshreyfingin skuldar rúmlegar 10 milljónir eftir kosningabaráttuna 2007. ,,Það eru níu manns í persónulegum ábyrgðum fyrir skuldunum og verða það áfram," segir Margrét. Tengdar fréttir Ómar og Margrét funduðu með Samfylkingunni um bandalag Forystumenn Íslandshreyfingarinnar funduðu í gær með framkvæmdastjóra og gjaldkera Samfylkingarinnar um hugsanlegt samstarf. ,,Fimm prósent þröskuldurinn hefur gríðarleg áhrif á landslag minni flokkanna og við höfum verið að kanna hvort það sé flötur að við verðum í kosningabandalagi við eitthvað að öðrum framboðum," segir Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar. 27. febrúar 2009 10:50 Íslandshreyfingin gengur í Samfylkinguna Stjórn Íslandshreyfingarinnar hefur samþykkt að hreyfingin óski eftir því að gerast aðili að Samfylkingunni sem eitt af aðildarfélögum hennar og heiti henni fullum stuðningi í komandi kosningum. Stjórnin skorar á fylgismenn Íslandshreyfingarinnar að ljá þessu máli stuðning sinn og verður málið lagt fyrir aðalfund hreyfingarinnar sem fyrst. 27. febrúar 2009 11:31 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Margrét Sverrisdóttir, varaformaður Íslandshreyfingarinnar, ætlar ekki að gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar nú þegar Íslandshreyfingin hefur óskað eftir því að gerast aðili að Samfylkingunni sem eitt af aðildarfélögum hennar. ,,Ég ætla ekki að gefa kost á mér. Ég er nýbyrjuð í skemmtilegu starfi og er auðvitað í hlutastarfi í borginni," segir Margrét spurð hvort hún ætli að bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík en framboðsfrestur rennur út á morgun. Margrét er varaborgarfulltrúi og starfar sem verkefnastjóri Leonardóverkefna hjá Rannsóknarþjónustu Háskóla Íslands.Hefur skipt um skoðun varðandi ESB Margrét er afar sátt með inngöngu Íslandshreyfingarinnar í Samfylkinguna ,,Fyrir mér var þetta fyrst og fremst spurning um að finna málefnunum okkar farveg af því við sjáum að þessi fimm prósent þröskuldur er geysilega þungbær," segir Margrét og bætir við að stjórn hreyfingarinnar hafi rætt við fjölmarga félagsmenn um málið. Að auki kveðst hún hafa skipt um skoðun varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. ,,Við verðum að kanna aðild því okkur liggur mjög á því að fá gjaldeyri sem er nothæfur," segir Margrét.Gengur í Samfylkinguna í dag eða morgun Margrét er ekki gengin formlega til liðs við Samfylkinguna. Hún hyggst ganga frá skráningu í dag eða á morgun til að geta tekið þátt í prófkjöri flokksins í Reykjavík en kjörskráin lokar á morgun. Íslandshreyfingin skuldar rúmlegar 10 milljónir eftir kosningabaráttuna 2007. ,,Það eru níu manns í persónulegum ábyrgðum fyrir skuldunum og verða það áfram," segir Margrét.
Tengdar fréttir Ómar og Margrét funduðu með Samfylkingunni um bandalag Forystumenn Íslandshreyfingarinnar funduðu í gær með framkvæmdastjóra og gjaldkera Samfylkingarinnar um hugsanlegt samstarf. ,,Fimm prósent þröskuldurinn hefur gríðarleg áhrif á landslag minni flokkanna og við höfum verið að kanna hvort það sé flötur að við verðum í kosningabandalagi við eitthvað að öðrum framboðum," segir Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar. 27. febrúar 2009 10:50 Íslandshreyfingin gengur í Samfylkinguna Stjórn Íslandshreyfingarinnar hefur samþykkt að hreyfingin óski eftir því að gerast aðili að Samfylkingunni sem eitt af aðildarfélögum hennar og heiti henni fullum stuðningi í komandi kosningum. Stjórnin skorar á fylgismenn Íslandshreyfingarinnar að ljá þessu máli stuðning sinn og verður málið lagt fyrir aðalfund hreyfingarinnar sem fyrst. 27. febrúar 2009 11:31 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Ómar og Margrét funduðu með Samfylkingunni um bandalag Forystumenn Íslandshreyfingarinnar funduðu í gær með framkvæmdastjóra og gjaldkera Samfylkingarinnar um hugsanlegt samstarf. ,,Fimm prósent þröskuldurinn hefur gríðarleg áhrif á landslag minni flokkanna og við höfum verið að kanna hvort það sé flötur að við verðum í kosningabandalagi við eitthvað að öðrum framboðum," segir Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar. 27. febrúar 2009 10:50
Íslandshreyfingin gengur í Samfylkinguna Stjórn Íslandshreyfingarinnar hefur samþykkt að hreyfingin óski eftir því að gerast aðili að Samfylkingunni sem eitt af aðildarfélögum hennar og heiti henni fullum stuðningi í komandi kosningum. Stjórnin skorar á fylgismenn Íslandshreyfingarinnar að ljá þessu máli stuðning sinn og verður málið lagt fyrir aðalfund hreyfingarinnar sem fyrst. 27. febrúar 2009 11:31