Erlent

Komu í veg fyrir blóðbað í skóla í Kaliforníu

Kennara og starfsmanni menntaskóla í bænum Taft í Kaliforníu tókst að koma í veg fyrir blóðbað þegar 16 ára nemandi í skólanum réðist þar inn í skólastofu vopnaður haglabyssu skaut einn bekkjarfélaga sinn í gær.

Kennarinn og starfsmaðurinn töluðu um fyrir nemandanum og á meðan tókst öðrum í bekknum að koma sér undan. Lögreglan handtók síðan nemandann en hann var með nóg af skotum á sér til að skaða fjölda manns.

Sá sem varð fyrir skotinu liggur þungt haldinn og í lífshættu á bráðadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×