Norskur fjölskyldufaðir í 20 ára fangelsi fyrir „hreina aftöku“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2020 15:05 Oscar André Ocampo Overn var ættleiddur frá Kólumbíu sem barn. Hann er transpiltur og fæddist þannig í líkama stúlku en lét breyta nafni sínu í þjóðskrá árið 2018. Norskur fjölskyldufaðir á fimmtugsaldri, Hans Olav Overn, var í dag dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að kyrkja fimmtán ára son sinn, Oscar André Ocampo Overn, á heimili fjölskyldunnar í Kapp í október í fyrra. Samkvæmt dómi sá Hans Olav fram á að kynferðisbrot hans gegn syninum um árabil yrðu fyrr en síðar dregin fram í dagsljósið og hann þess vegna ákveðið að myrða hann. Saksóknari fór fram á þyngstu refsingu yfir föðurnum, eða 21 ár, og kallaði verknaðinn „hreina aftöku“. Dómurinn féllst á þá lýsingu saksóknara og sagði morðið á drengnum hafa verið þaulskipulagt. Málið þykir einkar ógeðfellt. Í dómi segir að faðirinn hafi ráðist á varnarlausan einstakling og þá sé ljóst að Oscar hafi verið logandi hræddur á meðan faðir hans, sem misnotaði hann kynferðislega um árabil, herti að hálsi hans. Faðirinn er sagður hafa ætlað að fremja sjálfsvíg að loknu voðaverkinu en hætti við og gaf sig fram við lögreglu. Þá er talið sannað að faðirinn hafi framið morðið að yfirlögðu ráði. Hann gætti þess að loka móður Oscars inni í svefnherbergi áður en hann lét til skarar skríða. Móðirin heyrði þannig þegar lífið var murkað úr syni hennar í næsta herbergi. Í frétt NRK af málinu segir að faðirinn hafi verið samvinnuþýður lögreglu og refsing hans hafi þess vegna verið milduð um eitt ár. Hann hlaut þannig að endingu tuttugu ára dóm, líkt og áður segir. Dómnum verður ekki áfrýjað. Oscar var transpiltur og var ættleiddur frá Kólumbíu sem barn. Hann fæddist þannig í líkama stúlku en lét breyta nafni sínu í þjóðskrá í janúar 2018. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á hjálparsíma Rauða krossins 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Noregur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Norskur fjölskyldufaðir á fimmtugsaldri, Hans Olav Overn, var í dag dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að kyrkja fimmtán ára son sinn, Oscar André Ocampo Overn, á heimili fjölskyldunnar í Kapp í október í fyrra. Samkvæmt dómi sá Hans Olav fram á að kynferðisbrot hans gegn syninum um árabil yrðu fyrr en síðar dregin fram í dagsljósið og hann þess vegna ákveðið að myrða hann. Saksóknari fór fram á þyngstu refsingu yfir föðurnum, eða 21 ár, og kallaði verknaðinn „hreina aftöku“. Dómurinn féllst á þá lýsingu saksóknara og sagði morðið á drengnum hafa verið þaulskipulagt. Málið þykir einkar ógeðfellt. Í dómi segir að faðirinn hafi ráðist á varnarlausan einstakling og þá sé ljóst að Oscar hafi verið logandi hræddur á meðan faðir hans, sem misnotaði hann kynferðislega um árabil, herti að hálsi hans. Faðirinn er sagður hafa ætlað að fremja sjálfsvíg að loknu voðaverkinu en hætti við og gaf sig fram við lögreglu. Þá er talið sannað að faðirinn hafi framið morðið að yfirlögðu ráði. Hann gætti þess að loka móður Oscars inni í svefnherbergi áður en hann lét til skarar skríða. Móðirin heyrði þannig þegar lífið var murkað úr syni hennar í næsta herbergi. Í frétt NRK af málinu segir að faðirinn hafi verið samvinnuþýður lögreglu og refsing hans hafi þess vegna verið milduð um eitt ár. Hann hlaut þannig að endingu tuttugu ára dóm, líkt og áður segir. Dómnum verður ekki áfrýjað. Oscar var transpiltur og var ættleiddur frá Kólumbíu sem barn. Hann fæddist þannig í líkama stúlku en lét breyta nafni sínu í þjóðskrá í janúar 2018. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á hjálparsíma Rauða krossins 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Noregur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira