Fótbolti

Miði á leik Liverpool og Barcelona á 1700 pund

Leikmenn Barcelona á æfingu á Anfield í gær eftir komuna til Liverpool.
Leikmenn Barcelona á æfingu á Anfield í gær eftir komuna til Liverpool. MYND/AP
Það er án vafa gríðarlega mikill áhugi fyrir leik Liverpool og Barcelona sem fer fram á Anfield í kvöld. Leikurinn er síðari viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Blaðamaður Fréttablaðsins, sem er staddur í Liverpool, varð vitni að því í gær þegar miði á leikinn var seldur á svarta markaðnum á 1.700 pund, eða 225 þúsund krónur. Þó nokkrir Íslendingar voru á leiknum í gær og voru vitanlega ekki reiðubúnir að selja miða sína þó svo að eftirspurnin hafi sannarlega verið mikil.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×