Markmiðið að tryggja sameiginlega hagsmuni 27. apríl 2007 12:36 Markmið samninga Íslendinga við Dani og Norðmenn um öryggis- og varnarmál, sem undirritaðir voru í Ósló í gær, er að tryggja sameiginlega hagsmuni landanna í Norður-Atlantshafi. Auknu eftirliti með skipaferðum er ætlað að forða slysum við flutning á olíu og gasi. Samkomulagið við Norðmenn og viljayfirlýsingin við Dani voru undirrituð í Ósló í Noregi í gær en þar stendur nú óformlegur fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna. Með þessu er eftirlit bæði á láði og legi aukið.Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir ljóst að með hlýnun loftslags verði meiri umferð á hafinu meðal annars frá hendi Norðmanna og Rússa í olíu- og gasflutningum. Þessir flutningar fari nærri Íslandi og því mikilvægt fyrir Íslendinga að eiga þetta samstarf svo forða megi slysum vegna flutninganna.Samskipti ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála eru aukin og funda embættismenn ríkjanna þriggja á hálfs árs fresti um þau mál sem brenna á þeim.Norðmenn og Danir leggja sitt af mörkum til þjálfunar og menntunar íslensks starfsliðs. Samið verður nánar um það í hverju tilviki. Í samkomulaginu við Norðmenn er sérstaklega tiltekið að haldið verði áfram með námskeið fyrir Íslendinga í upplýsingaöflun og um öryggismál.Samstarf Íslendinga og Dana í almannavarnarmálum verður eflt og lögð drög að samkomulagi við Norðmenn í þessum málaflokki, meðal annars tengt kaupum á björgunarþyrlum.Enn verða skipti á trúnaðarupplýsingum milli landanna en samkvæmt samningunum verður öllum reglum og lögum fylgt í þeim efnum til að tryggja að þær rati ekki í hendur þriðja aðila.Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins var í hádegisviðtali Stöðvar 2 um samningana. Innlent Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Markmið samninga Íslendinga við Dani og Norðmenn um öryggis- og varnarmál, sem undirritaðir voru í Ósló í gær, er að tryggja sameiginlega hagsmuni landanna í Norður-Atlantshafi. Auknu eftirliti með skipaferðum er ætlað að forða slysum við flutning á olíu og gasi. Samkomulagið við Norðmenn og viljayfirlýsingin við Dani voru undirrituð í Ósló í Noregi í gær en þar stendur nú óformlegur fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna. Með þessu er eftirlit bæði á láði og legi aukið.Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir ljóst að með hlýnun loftslags verði meiri umferð á hafinu meðal annars frá hendi Norðmanna og Rússa í olíu- og gasflutningum. Þessir flutningar fari nærri Íslandi og því mikilvægt fyrir Íslendinga að eiga þetta samstarf svo forða megi slysum vegna flutninganna.Samskipti ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála eru aukin og funda embættismenn ríkjanna þriggja á hálfs árs fresti um þau mál sem brenna á þeim.Norðmenn og Danir leggja sitt af mörkum til þjálfunar og menntunar íslensks starfsliðs. Samið verður nánar um það í hverju tilviki. Í samkomulaginu við Norðmenn er sérstaklega tiltekið að haldið verði áfram með námskeið fyrir Íslendinga í upplýsingaöflun og um öryggismál.Samstarf Íslendinga og Dana í almannavarnarmálum verður eflt og lögð drög að samkomulagi við Norðmenn í þessum málaflokki, meðal annars tengt kaupum á björgunarþyrlum.Enn verða skipti á trúnaðarupplýsingum milli landanna en samkvæmt samningunum verður öllum reglum og lögum fylgt í þeim efnum til að tryggja að þær rati ekki í hendur þriðja aðila.Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins var í hádegisviðtali Stöðvar 2 um samningana.
Innlent Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira