Innlent

Norð­austan­átt þar sem hvassast verður norð­vestan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 14 í dag, eins og það leit út klukkan 7 í morgun.
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 14 í dag, eins og það leit út klukkan 7 í morgun. Veðurstofan

Veðurstofan spáir norðaustanátt í dag þar sem víða verður 8 til 15 metrar á sekúndu og hvassast norðvestantil á landinu. Einnig er viðbúið að einhverjir strengir verði við fjöll suðaustanlands.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að skúrir eða slydduél séu á Norður- og Austurlandi en skýjað og þurrt að kalla um sunnanvert landið. Hiti verður á bilinu 2 til 11 stig, hlýjast sunnanlands.

„Dregur úr vindi og kólnar í kvöld og í nótt. Hiti verður í kringum frostmark norðan heiða á morgun og víða éljagangur, en bjart með köflum syðra framan af degi. Síðdegis þykknar upp með skúrum og jafnvel slydduél á stöku stað á Suður- og Suðausturlandi. Hiti 4 til 9 stig um landið sunnanvert á morgun.

Fremur svalt verður á landinu um helgina og einhverjar skúrir eða él í öllum landshlutum, en útlit er fyrir hlýnandi veður og bjartviðri í næstu viku.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Dálítil él norðan- og norðaustanlands, skúrir á Suður- og Suðvesturlandi, en annars skýjað að mestu og þurrt. Hiti 0 til 9 stig að deginum, svalast norðaustantil.

Á laugardag: Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað og þurrt að kalla, en dálítil él á Suðausturlandi. Vægt frost norðan- og norðaustanlands, en hiti annars 0 til 8 stig að deginum, hlýjast suðvestantil.

Á sunnudag: Hæg suðlæg átt, skýjað og lítilsháttar væta, en léttir til um norðanvert landið. Hiti 2 til 7 stig að deginum.

Á mánudag: Suðvestan átt og rigning sunnan- og vestantil en úrkomulítið norðaustanlands. Hlýnar í veðri.

Á þriðjudag: Vestanátt og skýjað að mestu, en þurrt. Léttir til er líður á daginn. Hlýnandi.

Á miðvikudag: Útlit fyrir suðlæga átt og bjartviðri. Hlýtt í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×