Erlent

Ekkert nýtt innanlandssmit í Suður-Kóreu

Samúel Karl Ólason skrifar
Afmælishátíð Búdda hófst í Suður-Kóreu í dag.
Afmælishátíð Búdda hófst í Suður-Kóreu í dag. AP/Young-joon

Engin innanlandssmit greindust í Suður Kóreu í gær í fyrsta sinn síðan kórónuveiruaraldurinn hófst en hann varð snemma skæður þar í landi þótt yfirvöld hafi fengið mikið lof fyrir það hvernig tekið var á málum þar.

Fjögur smit greindust þó í gær í landinu, en öll mátti þau rekja til útlanda.

Fjöldi nýrra tilfella hefur þar að auki ekki verið lægri í rúma tvo mánuði, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu.

Þrátt fyrir góðar fregnir eru embættismenn í Suður-Kóreu á tánum vegna fríviku sem hefst í dag. Yfirleitt er mikið um ferðalög í þessari viku og óttast er að dreifing veirunnar taki kipp.

Einn dó á milli daga og hafa 247 dáið í landinu. Sá yngsti sem hefur dáið var 30 ára gamall.

Tala látinna í Bretlandi heldur áfram að hækka og nú er svo komið að Bretland er í þriðja sæti yfir fjölda látinna af völdum veirunnar. Flest eru dauðsföllin í Bandaríkjunum, rúmlega 60 þúsund. Þar á eftir kemur Ítalía með rúmlega 27 þúsund dauðsföll en á Bretlandi eru rúmlega 26 þúsund látnir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×