Erlent

Ekkert nýtt innanlandssmit í Suður-Kóreu

Samúel Karl Ólason skrifar
Afmælishátíð Búdda hófst í Suður-Kóreu í dag.
Afmælishátíð Búdda hófst í Suður-Kóreu í dag. AP/Young-joon

Engin innanlandssmit greindust í Suður Kóreu í gær í fyrsta sinn síðan kórónuveiruaraldurinn hófst en hann varð snemma skæður þar í landi þótt yfirvöld hafi fengið mikið lof fyrir það hvernig tekið var á málum þar.

Fjögur smit greindust þó í gær í landinu, en öll mátti þau rekja til útlanda.

Fjöldi nýrra tilfella hefur þar að auki ekki verið lægri í rúma tvo mánuði, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu.

Þrátt fyrir góðar fregnir eru embættismenn í Suður-Kóreu á tánum vegna fríviku sem hefst í dag. Yfirleitt er mikið um ferðalög í þessari viku og óttast er að dreifing veirunnar taki kipp.

Einn dó á milli daga og hafa 247 dáið í landinu. Sá yngsti sem hefur dáið var 30 ára gamall.

Tala látinna í Bretlandi heldur áfram að hækka og nú er svo komið að Bretland er í þriðja sæti yfir fjölda látinna af völdum veirunnar. Flest eru dauðsföllin í Bandaríkjunum, rúmlega 60 þúsund. Þar á eftir kemur Ítalía með rúmlega 27 þúsund dauðsföll en á Bretlandi eru rúmlega 26 þúsund látnir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.