Þingmaður Pírata boðar vantraust á forsætisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2017 13:45 Þingmaður Pírata boðar að vantrauststillaga á Bjarna Benediktsson forsætisráðherra verði lögð fram vegna tafa hans á því að leggja fram skýrslu um aflandsfélög Íslendinga. Þá kvarta flutningsmenn frumvarpsins um sölu á áfengi í verslunum undan umræðunni um það mál. Í morgun fór fram umræða á Alþingi um störf þingsins og eins og oftast áður lá þingmönnum ýmislegt á hjarta. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði þrjá núverandi ráðherra í vanda. „Hæstvirtur umhverfisráðherra á eftir að mæta hér í ræðustól Alþingis og útskýra villandi svar sitt við fyrirspurn háttvirts þingmanns Oddnýjar Harðardóttur um tilmæli til nefndar sem heyrir undir ráðherra. Hæstvirtur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þarf að mæta hér í ræðustól Alþingis og og útskýra af hverju ráðherra hótaði sjómönnum lögum á verkfall þeirra. Það er ekkert fagnaðarefni þegar samningar nást undir slíkum hótunum og afarkostum. Sérstaklega þegar ráðherra var búinn að segja að ekki yrði gripið til lagasetningar,“ sagði Björn Leví. Þá sagði þingmaðurinn Bjarna Benediktsson forsætisráðherra hafa leynt almenningi upplýsingum. „Og þegar upp komst um það reyndi hann að ljúga til um að upplýsingarnar hafi ekki verið tiltækar fyrr en þing var farið heim. Feluleikurinn og lygin eru alvarlegt trúnaðarbrot. Ekki bara við þingið heldur við þjóðina alla,“ sagði Björn Leví. Í umræðum um skýrsluna í vikunni hafi ráðherra skautað fram hjá spurningum um málið. „Forsætisráðherra manar upp vantrauststillögu. Hún kemur. Fyrst þarf forsætisráðherra að svara þessum spurningum úr ræðustól Alþingis. Varða upplýsingarnar í skýrslunni sem hann faldi almannahag og braut ráðherra siðareglur? Ellegar er það vantraustvert í sjálfu sér að ráðherra veigri sér ítrekað undan að svara spurningum sem að honum eru beint á Alþingi,“ sagði Björn Leví.Óþreyjufullir frumvarpsflytjendur Áfengisfrumvarpið var rætt í sex klukkustundir á Alþingi í gær og ljóst að nokkrir þeirra þingmanna sem leggja frumvarpið fram óttast að það dagi uppi eins og fyrri frumvörp af svipuðum toga. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins sagði tvískinnungs gæta hjá mörgum andstæðingum málsins á þingi sem fullyrtu að frumvarpið nyti ekki stuðnings meirihluta þingmanna. „Ég held að flutningsmenn málsins væru fegnir að fá málið í atkvæðagreiðslu En hér er ítrekað komið í veg fyrir þinglega meðferð málsins. Það hefur aldrei komist í atkvæðagreiðslu. Af hverju ekki? Af hverju klárum við ekki bara málið? Sleppum því að orðlengja þetta ef þingmenn ætla að fella það. Þá geta þeir fellt það með bros á vör,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Þingmaður Pírata boðar að vantrauststillaga á Bjarna Benediktsson forsætisráðherra verði lögð fram vegna tafa hans á því að leggja fram skýrslu um aflandsfélög Íslendinga. Þá kvarta flutningsmenn frumvarpsins um sölu á áfengi í verslunum undan umræðunni um það mál. Í morgun fór fram umræða á Alþingi um störf þingsins og eins og oftast áður lá þingmönnum ýmislegt á hjarta. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði þrjá núverandi ráðherra í vanda. „Hæstvirtur umhverfisráðherra á eftir að mæta hér í ræðustól Alþingis og útskýra villandi svar sitt við fyrirspurn háttvirts þingmanns Oddnýjar Harðardóttur um tilmæli til nefndar sem heyrir undir ráðherra. Hæstvirtur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þarf að mæta hér í ræðustól Alþingis og og útskýra af hverju ráðherra hótaði sjómönnum lögum á verkfall þeirra. Það er ekkert fagnaðarefni þegar samningar nást undir slíkum hótunum og afarkostum. Sérstaklega þegar ráðherra var búinn að segja að ekki yrði gripið til lagasetningar,“ sagði Björn Leví. Þá sagði þingmaðurinn Bjarna Benediktsson forsætisráðherra hafa leynt almenningi upplýsingum. „Og þegar upp komst um það reyndi hann að ljúga til um að upplýsingarnar hafi ekki verið tiltækar fyrr en þing var farið heim. Feluleikurinn og lygin eru alvarlegt trúnaðarbrot. Ekki bara við þingið heldur við þjóðina alla,“ sagði Björn Leví. Í umræðum um skýrsluna í vikunni hafi ráðherra skautað fram hjá spurningum um málið. „Forsætisráðherra manar upp vantrauststillögu. Hún kemur. Fyrst þarf forsætisráðherra að svara þessum spurningum úr ræðustól Alþingis. Varða upplýsingarnar í skýrslunni sem hann faldi almannahag og braut ráðherra siðareglur? Ellegar er það vantraustvert í sjálfu sér að ráðherra veigri sér ítrekað undan að svara spurningum sem að honum eru beint á Alþingi,“ sagði Björn Leví.Óþreyjufullir frumvarpsflytjendur Áfengisfrumvarpið var rætt í sex klukkustundir á Alþingi í gær og ljóst að nokkrir þeirra þingmanna sem leggja frumvarpið fram óttast að það dagi uppi eins og fyrri frumvörp af svipuðum toga. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins sagði tvískinnungs gæta hjá mörgum andstæðingum málsins á þingi sem fullyrtu að frumvarpið nyti ekki stuðnings meirihluta þingmanna. „Ég held að flutningsmenn málsins væru fegnir að fá málið í atkvæðagreiðslu En hér er ítrekað komið í veg fyrir þinglega meðferð málsins. Það hefur aldrei komist í atkvæðagreiðslu. Af hverju ekki? Af hverju klárum við ekki bara málið? Sleppum því að orðlengja þetta ef þingmenn ætla að fella það. Þá geta þeir fellt það með bros á vör,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira