Danir enn í vafa varðandi EM-leikina Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 07:30 Danir voru sigurreifir eftir að hafa tryggt sér sæti á EM og þá stóð til að þeir yrðu á heimavelli í keppninni. Nú er það ekki eins víst. VÍSIR/GETTY Danska knattspyrnusambandið hefur fengið átta daga frest til að svara UEFA varðandi það hvort að Kaupmannahöfn verði áfram einn af leikstöðum Evrópumóts karla í fótbolta eftir að mótinu var frestað um eitt ár. Til stóð að Danir yrðu á heimavelli í sínum þremur leikjum í riðlakeppni EM og að auk þess færi einn leikur í útsláttarkeppninni fram á Parken. Hins vegar er það svo að áður hafði verið ákveðið að Tour de France hjólreiðakeppnin myndi hefjast í Kaupmannahöfn á næsta ári, og að þaðan yrði hjólað í gegnum Danmörku í fyrsta sinn í sögu keppninnar. Undanfarnar vikur hefur knattspyrnusamband Danmörku fundað með borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn ásamt UEFA og ASO, skipuleggjanda Tour de France, til að finna lausn á málinu svo að bæði EM og Tour de France geti farið fram í Kaupmannahöfn sumarið 2021. UEFA hafði farið fram á svar í dag en hefur nú veitt frest til 8. maí. „Það gleður mig að allir aðilar vinna að því að finna lausn þannig að við fáum íþróttasumar í Kaupmannahöfn með bæði EM og Tour de France. Kaupmannahöfn vill ekkert frekar en að vera gestgjafi fyrir bæði mótin næsta sumar,“ sagði Frank Jensen, borgarstjóri í Kaupmannahöfn. Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, hefur lýst yfir áhyggjum af því hvort að EM-leikir verði á Parken, eftir að mótinu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er sögulegt tækifæri fyrir okkur að halda EM-leiki í Kaupmannahöfn og við í knattspyrnusambandinu gerum allt til að það gangi eftir,“ er haft eftir Möller á TV 2. EM 2020 í fótbolta Danmörk Tengdar fréttir Tour de France gæti komið í veg fyrir EM í Kaupmannahöfn Það gæti farið svo að EM í fótbolta verði ekki spilað í Kaupmannahöfn þegar það fer fram næsta sumar. Hjólreiðakeppnin Tour de France gæti komið í veg fyrir að fótboltinn verður spilaður á Parken sumarið 2021. 24. apríl 2020 21:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
Danska knattspyrnusambandið hefur fengið átta daga frest til að svara UEFA varðandi það hvort að Kaupmannahöfn verði áfram einn af leikstöðum Evrópumóts karla í fótbolta eftir að mótinu var frestað um eitt ár. Til stóð að Danir yrðu á heimavelli í sínum þremur leikjum í riðlakeppni EM og að auk þess færi einn leikur í útsláttarkeppninni fram á Parken. Hins vegar er það svo að áður hafði verið ákveðið að Tour de France hjólreiðakeppnin myndi hefjast í Kaupmannahöfn á næsta ári, og að þaðan yrði hjólað í gegnum Danmörku í fyrsta sinn í sögu keppninnar. Undanfarnar vikur hefur knattspyrnusamband Danmörku fundað með borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn ásamt UEFA og ASO, skipuleggjanda Tour de France, til að finna lausn á málinu svo að bæði EM og Tour de France geti farið fram í Kaupmannahöfn sumarið 2021. UEFA hafði farið fram á svar í dag en hefur nú veitt frest til 8. maí. „Það gleður mig að allir aðilar vinna að því að finna lausn þannig að við fáum íþróttasumar í Kaupmannahöfn með bæði EM og Tour de France. Kaupmannahöfn vill ekkert frekar en að vera gestgjafi fyrir bæði mótin næsta sumar,“ sagði Frank Jensen, borgarstjóri í Kaupmannahöfn. Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, hefur lýst yfir áhyggjum af því hvort að EM-leikir verði á Parken, eftir að mótinu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. „Það er sögulegt tækifæri fyrir okkur að halda EM-leiki í Kaupmannahöfn og við í knattspyrnusambandinu gerum allt til að það gangi eftir,“ er haft eftir Möller á TV 2.
EM 2020 í fótbolta Danmörk Tengdar fréttir Tour de France gæti komið í veg fyrir EM í Kaupmannahöfn Það gæti farið svo að EM í fótbolta verði ekki spilað í Kaupmannahöfn þegar það fer fram næsta sumar. Hjólreiðakeppnin Tour de France gæti komið í veg fyrir að fótboltinn verður spilaður á Parken sumarið 2021. 24. apríl 2020 21:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
Tour de France gæti komið í veg fyrir EM í Kaupmannahöfn Það gæti farið svo að EM í fótbolta verði ekki spilað í Kaupmannahöfn þegar það fer fram næsta sumar. Hjólreiðakeppnin Tour de France gæti komið í veg fyrir að fótboltinn verður spilaður á Parken sumarið 2021. 24. apríl 2020 21:00