Innlent

Jóhann Gunnar kjörinn varaformaður BHM

Andri Eysteinsson skrifar
Jóhann Gunnar Þórarinsson
Jóhann Gunnar Þórarinsson BHM

Lögfræðingurinn Jóhann Gunnar Þórarinsson hefur verið kjörinn nýr varaformaður Bandalags Háskólamanna (BHM). Jóhann bar sigurorð af Guðfinni Þór Newman í rafrænni kosningu á aðalfundi félagsins.

93,75% aðalfundafulltrúa á kjörskrá greiddu atkvæði eða 165. Jóhann hlaut 91 atkvæði sem jafngildir 55,83% greiddra atkvæða. Guðfinnur hlaut 72 atkvæði en 2 voru auð.

Réttkjörinn varaformaður BHM er því Jóhann Gunnar Þórarinsson. Jóhann er með B.A. og Mag. Jur. Gráður frá HÍ og M.A. í evrópskri viðskiptalögfræði frá Háskólanum í Lundi.

Jóhann Gunnar er varaformaður stéttarfélags lögfræðinga, situr í stjórn LÍN og hefur gegnt formennsku í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis og setið í framkvæmdastjórn Landssamtaka íslenskra stúdenta.

„Ég er þakklátur fyrir traustið sem mér hefur verið sýnt og hlakka til að geta beitt mér enn frekar fyrir réttindum og kjörum félagsmanna aðildarfélaga BHM,” sagði Jóhann Gunnar Þórarinsson, nýkjörinn varaformaður Bandalags háskólamanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×