Innlent

Rökke á uppleið

Kjell Inge Rökke, einn auðugasti maður Noregs, segir gæfhjólið hafa snúist sér í hag á síðustu mánuðum. Fyrir ári héngu fyrirtæki hans á bláþræði, en í gær var fyrirtækjasamstæða hans skráð í norsku kauphöllinni. Lífsstíll Rökke hefur löngum vakið mikla athygli, enda hefur hann lifað í vellystingum um langt árabil og ekki farið dult með það. Hann kom til Akureyrar í gær á einkaþotu sinni til að halda erindi á sjávarútvegsráðstefnu Íslandsbanka.Veldi Rökke er mikið. Hann er eigandi Norway Seafoods, sem stundar veiðar og vinnslu víða um heim, en ársvelta þess eru um 22 milljarðar íslenskra króna. Fyrir ári hékk fyrirtækið á barmi gjaldþrots og norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv spáði því að Rökke myndi þurfa að skipta fyrirtækinu upp. Honum tókst þó að bjarga fyrirtækinu fyrir horn, og í dag segir hann rekstur sinn vera á uppleið. Norway Seafoods er hluti af Aker fyrirtækjasamstæðunni sem veltir um 500 milljörðum íslenskra króna á áriRökke segir það bjóða upp á spennandi tækifæri að Aker hafi verið skráð í Kauphöllina í Osló og nú sé stefnan sett á að komast upp úr öldudalnum á toppinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×