Innlent

Ný heildarþýðing biblíunnar

Ný heildarþýðing á Biblíunni kemur út eftir tvö ár. Það er heljarinnar verk að þýða Biblíuna úr frummálinu og hafa fjölmargir unnið að því síðustu tvo áratugi. Biblíufélagið hefur séð um útgáfu og dreifingu Biblíunnar allt frá árinu 1815. Nú hefur Biblíufélagið hinsvegar samið við JPV útgáfu um að gefa út og dreifa biblíunni, jafnt nýju útgáfunni sem þeim eldri. Útgáfa nýrrar Biblíu er viðamikið verkefni en samskonar viðburður var síðast árið 1912. Þetta verður ellefta útgáfa Biblíunnar, síðasta útgáfa kom út árið 1981 en þá var ekki um heildarþýðingu að ræða. Biblíufélagið treysti sér ekki að óbreyttu, til að nýta þetta einstaka tækifæri til að vekja athygli á mikilvægi Biblíunnar og ná sérstaklega til þess stóra hóps sem lítið þekkir til hennar. Ákveðið var að semja við JPV útgáfu um að koma Biblíunni og boðskap hennar til landsmanna. Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi segir þetta mikinn heiður enda hafi hann oft látið sig dreyma um að eiga þess kost að vera útgefandi Biblíunnar sem gjarnan væri nefnd bók bókanna. Það hafi þó verið fjarlægur draumur þar til núna. Hann segir þetta mestu áskorun sem hann hafi fengið á þrjátíu ára útgáfuferli. Biblían sé ekki einungis höfuðrit kristinna manna, heldur undirstaða vestrænnar menningar og siðfræði. Þá gegni hún jafnframt lykilhlutverki í þróun og viðhaldi íslenskrar tungu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×