Verðbólguhorfur góðar og líf á fasteignamarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2020 14:58 Þrátt fyrir krórónuveirufaraldur hefur fasteignaverð hækkað, aðallega í fjölbýli og á landsbyggðinni. Vísir/Vilhelm Verðbólga er enn innan markmiða Seðlabanka Íslands þar sem lækkun á verði olíu vegur þyngst á móti hækkun á verði innfluttrar vöru. Þá virðist fasteignamarkaðurinn enn sem komið er hafa orðið fyrir litlum áhrifum af kórónuveirunni. Greining Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði undir markmiðum Seðlabankans næstu misseri. Krónan sé helsti áhættuþáttturinn en hún hefur fallið um tæp 16 prósent gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá áramótum.Vísir/Vilhelm Í Greiningu Íslandsbanka kemur fram að krónan hefur gefið mikið eftir gagnvart erlendnum gjaldmiðlum sem hafi að jafnaði hækkað í verði um tæp 16% frá áramótum. „Verðmæling aprílmánaðar ber þess merki að áhrif þessa séu að farin að koma fram í verði á innfluttum vörum. Þar má helst nefna matar og drykkjarvörur sem hækkuðu í verði um 1,5% milli mánaða . Innan liðarins hækkaði grænmeti og kartöflur langmest eða um 9% og má áætla að það sé einnig vegna mikillar eftirspurnar á þeim vörum upp á síðkastið. Verð á bílum hækkaði enn fremur um 2,3% auk verðs á húsgögnum og heimilisbúnaði,“ segir í Greiningu Íslandsbanka. Það komi á óvart að verð á flugi hafi einnig hækkað um 2,1 prósent en hafa beri í huga að aprílmælingin byggi að hluta á gögnum sem safnað var í febrúar. Það helsta sem vegi upp á móti hækkun á verði á innfluttri vöru vegna mikillar veikingar krónunnar sé að verð á eldsneyti hafi lækkað um 4,6 prósent milli mánaða en það hafi lækkað um 9 prósent síðustu þrjá mánuði. Þá hafi verð á fatnaði og skóm einnig lækkað. Húsnæðismarkaðurinn enn sprækur Greining Íslandsbanka segir rúmlega fjögurra prósenta raunhækkun hafa verið á húsnæðisverði frá áramótum.Vísir/Vilhelm „Ágætur gangur var á íslenskum íbúðamarkaði á fyrsta fjórðungi ársins ef marka má þróun markaðsverðs húsnæðis í neysluvísitölunni (VNV). Aprílmæling Hagstofunnar á þessum lið, sem byggir á kaupsamningum í janúar-mars, hljóðaði upp á 0,8% hækkun á milli mánaða,“ segir í Greiningu. Verð á íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæði sem og verð á landsbyggðinni hafi hækkað milli mánaða en verð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hins vegar lækkað. Undanfarna 12 mánuði nemi hækkun markaðsverðs miðað við framangreinda vísitölu 6,3 prósentum sem jafngildi rétt rúmlega fjögurra prósenta raunhækkun. Mikill munur sé hins vegar á þróun á verði íbúða eftir gerð og staðsetningu. „Verð á landsbyggðinni hefur þannig hækkað að jafnaði um 10,4% á þessu tímabili á meðan fjölbýli á höfuðborgarsvæði hækkaði í verði um 6,0% og sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði aðeins um 2,8% á þennan mælikvarða. Athyglisvert er að sjá verð fyrrnefndu eignaflokkanna tveggja sækja í sig veðrið að nýju síðustu mánuðina en á haustmánuðum var hækkunartaktur raunverðs almennt mjög hægur á markaðinum í heild,“ segir í Greiningu. Hafa beri í huga að áhrif COVID-19 faraldursins séu þó enn ekki komin fram að umtalsverðu leyti í þessum gögnum og verði áhugavert að fylgjast með þróun þeirra næstu mánuðina. Í Greiningu segir að verðbólguhorfur næstu mánaða séu nokkuð góðar. Gangi spá Greiningar eftir muni verðbólga enn mælast undir markmiði og vera 2,1% í júlí. Ekki sé gert ráð fyrir að verðbólga fari á skrið á næstu mánuðum þrátt fyrir veikingu krónunnar meðal annars vegna olíuverðs og hægari hækkunar á húsnæðisverði. „Samkvæmt spá okkar mun verðbólga mælast í grennd við markmið Seðlabankans í lok ársins og mælast að meðaltali um 2,5% árið 2021 og 2,4% árið 2022. Mikil óvissa er til staðar þessa dagana hvað verðbólguhorfur varðar og er krónan helsti óvissuþátturinn,“ segir í Greiningu Íslandsbanka. Efnahagsmál Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seðlabankinn hefur skuldabréfakaupin í maí Kaup bankans á öðrum ársfjórðungi geta numið allt að 20 milljörðum króna. 22. apríl 2020 09:12 Seðlabankinn eykur aðgang fjármálafyrirtækja að lausafé Fjármálafyrirtækjum verður boðin sérstök og tímabundin lánafyrirgreiðsla í formi veðlána frá Seðlabanka Íslands sem er ætlað að auk aðgang fyrirtækjanna að lausafé. 17. apríl 2020 17:55 Fasteignamarkaðurinn á tímum Covid-19 Nú er kaupendamarkaður. Á meðan framboð er mikið og flestir halda að sér höndum vegna ástands í samfélaginu leynast ótal tækifæri á fasteigmarkaði. 17. apríl 2020 11:30 Félagsbústaðir áforma yfir 140 nýjar íbúðir á árinu Á síðasta ári festu Félagsbústaðir kaup á 112 íbúðum til útleigu og eru nú ríflega 2800 íbúðir í eigu eða umsjón félagsins sem eru leigðar fólki sem býr við þrengstan efnahag í Reykjavík. 17. apríl 2020 08:00 Mikil óvissa á fasteignamarkaði og áhrif Covid-19 eiga enn eftir að koma í ljós Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um einungis 0,1 prósent milli mánaða í mars. Athygli vekur að verð á sérbýli lækkar almennt í verði. 22. apríl 2020 11:08 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Verðbólga er enn innan markmiða Seðlabanka Íslands þar sem lækkun á verði olíu vegur þyngst á móti hækkun á verði innfluttrar vöru. Þá virðist fasteignamarkaðurinn enn sem komið er hafa orðið fyrir litlum áhrifum af kórónuveirunni. Greining Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði undir markmiðum Seðlabankans næstu misseri. Krónan sé helsti áhættuþáttturinn en hún hefur fallið um tæp 16 prósent gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá áramótum.Vísir/Vilhelm Í Greiningu Íslandsbanka kemur fram að krónan hefur gefið mikið eftir gagnvart erlendnum gjaldmiðlum sem hafi að jafnaði hækkað í verði um tæp 16% frá áramótum. „Verðmæling aprílmánaðar ber þess merki að áhrif þessa séu að farin að koma fram í verði á innfluttum vörum. Þar má helst nefna matar og drykkjarvörur sem hækkuðu í verði um 1,5% milli mánaða . Innan liðarins hækkaði grænmeti og kartöflur langmest eða um 9% og má áætla að það sé einnig vegna mikillar eftirspurnar á þeim vörum upp á síðkastið. Verð á bílum hækkaði enn fremur um 2,3% auk verðs á húsgögnum og heimilisbúnaði,“ segir í Greiningu Íslandsbanka. Það komi á óvart að verð á flugi hafi einnig hækkað um 2,1 prósent en hafa beri í huga að aprílmælingin byggi að hluta á gögnum sem safnað var í febrúar. Það helsta sem vegi upp á móti hækkun á verði á innfluttri vöru vegna mikillar veikingar krónunnar sé að verð á eldsneyti hafi lækkað um 4,6 prósent milli mánaða en það hafi lækkað um 9 prósent síðustu þrjá mánuði. Þá hafi verð á fatnaði og skóm einnig lækkað. Húsnæðismarkaðurinn enn sprækur Greining Íslandsbanka segir rúmlega fjögurra prósenta raunhækkun hafa verið á húsnæðisverði frá áramótum.Vísir/Vilhelm „Ágætur gangur var á íslenskum íbúðamarkaði á fyrsta fjórðungi ársins ef marka má þróun markaðsverðs húsnæðis í neysluvísitölunni (VNV). Aprílmæling Hagstofunnar á þessum lið, sem byggir á kaupsamningum í janúar-mars, hljóðaði upp á 0,8% hækkun á milli mánaða,“ segir í Greiningu. Verð á íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæði sem og verð á landsbyggðinni hafi hækkað milli mánaða en verð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hins vegar lækkað. Undanfarna 12 mánuði nemi hækkun markaðsverðs miðað við framangreinda vísitölu 6,3 prósentum sem jafngildi rétt rúmlega fjögurra prósenta raunhækkun. Mikill munur sé hins vegar á þróun á verði íbúða eftir gerð og staðsetningu. „Verð á landsbyggðinni hefur þannig hækkað að jafnaði um 10,4% á þessu tímabili á meðan fjölbýli á höfuðborgarsvæði hækkaði í verði um 6,0% og sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði aðeins um 2,8% á þennan mælikvarða. Athyglisvert er að sjá verð fyrrnefndu eignaflokkanna tveggja sækja í sig veðrið að nýju síðustu mánuðina en á haustmánuðum var hækkunartaktur raunverðs almennt mjög hægur á markaðinum í heild,“ segir í Greiningu. Hafa beri í huga að áhrif COVID-19 faraldursins séu þó enn ekki komin fram að umtalsverðu leyti í þessum gögnum og verði áhugavert að fylgjast með þróun þeirra næstu mánuðina. Í Greiningu segir að verðbólguhorfur næstu mánaða séu nokkuð góðar. Gangi spá Greiningar eftir muni verðbólga enn mælast undir markmiði og vera 2,1% í júlí. Ekki sé gert ráð fyrir að verðbólga fari á skrið á næstu mánuðum þrátt fyrir veikingu krónunnar meðal annars vegna olíuverðs og hægari hækkunar á húsnæðisverði. „Samkvæmt spá okkar mun verðbólga mælast í grennd við markmið Seðlabankans í lok ársins og mælast að meðaltali um 2,5% árið 2021 og 2,4% árið 2022. Mikil óvissa er til staðar þessa dagana hvað verðbólguhorfur varðar og er krónan helsti óvissuþátturinn,“ segir í Greiningu Íslandsbanka.
Efnahagsmál Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seðlabankinn hefur skuldabréfakaupin í maí Kaup bankans á öðrum ársfjórðungi geta numið allt að 20 milljörðum króna. 22. apríl 2020 09:12 Seðlabankinn eykur aðgang fjármálafyrirtækja að lausafé Fjármálafyrirtækjum verður boðin sérstök og tímabundin lánafyrirgreiðsla í formi veðlána frá Seðlabanka Íslands sem er ætlað að auk aðgang fyrirtækjanna að lausafé. 17. apríl 2020 17:55 Fasteignamarkaðurinn á tímum Covid-19 Nú er kaupendamarkaður. Á meðan framboð er mikið og flestir halda að sér höndum vegna ástands í samfélaginu leynast ótal tækifæri á fasteigmarkaði. 17. apríl 2020 11:30 Félagsbústaðir áforma yfir 140 nýjar íbúðir á árinu Á síðasta ári festu Félagsbústaðir kaup á 112 íbúðum til útleigu og eru nú ríflega 2800 íbúðir í eigu eða umsjón félagsins sem eru leigðar fólki sem býr við þrengstan efnahag í Reykjavík. 17. apríl 2020 08:00 Mikil óvissa á fasteignamarkaði og áhrif Covid-19 eiga enn eftir að koma í ljós Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um einungis 0,1 prósent milli mánaða í mars. Athygli vekur að verð á sérbýli lækkar almennt í verði. 22. apríl 2020 11:08 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Seðlabankinn hefur skuldabréfakaupin í maí Kaup bankans á öðrum ársfjórðungi geta numið allt að 20 milljörðum króna. 22. apríl 2020 09:12
Seðlabankinn eykur aðgang fjármálafyrirtækja að lausafé Fjármálafyrirtækjum verður boðin sérstök og tímabundin lánafyrirgreiðsla í formi veðlána frá Seðlabanka Íslands sem er ætlað að auk aðgang fyrirtækjanna að lausafé. 17. apríl 2020 17:55
Fasteignamarkaðurinn á tímum Covid-19 Nú er kaupendamarkaður. Á meðan framboð er mikið og flestir halda að sér höndum vegna ástands í samfélaginu leynast ótal tækifæri á fasteigmarkaði. 17. apríl 2020 11:30
Félagsbústaðir áforma yfir 140 nýjar íbúðir á árinu Á síðasta ári festu Félagsbústaðir kaup á 112 íbúðum til útleigu og eru nú ríflega 2800 íbúðir í eigu eða umsjón félagsins sem eru leigðar fólki sem býr við þrengstan efnahag í Reykjavík. 17. apríl 2020 08:00
Mikil óvissa á fasteignamarkaði og áhrif Covid-19 eiga enn eftir að koma í ljós Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um einungis 0,1 prósent milli mánaða í mars. Athygli vekur að verð á sérbýli lækkar almennt í verði. 22. apríl 2020 11:08