Viðskipti innlent

Mikil ó­vissa á fast­eigna­markaði og á­hrif Co­vid-19 eiga enn eftir að koma í ljós

Atli Ísleifsson skrifar
Verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7 prósent milli mánaða en verð á sérbýli lækkaði hins vegar um 1,8 prósent
Verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7 prósent milli mánaða en verð á sérbýli lækkaði hins vegar um 1,8 prósent Vísir/Vilhelm

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um einungis 0,1 prósent milli mánaða í mars. Athygli vekur að verð á sérbýli lækkar almennt í verði.

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans, þar sem rýnt er í tölur frá Þjóðskrá. Þar segir að verð á fjölbýli hafi hækkað um 0,7 prósent en verð á sérbýli lækkaði hins vegar um 1,8 prósent.

„Talsvert flökt getur verið á verðþróun milli einstakra mánaða, sérstaklega á sérbýli, og því ekki óalgengt að það mælist af og til lækkun. Lækkunin nú er þó sú mesta sem hefur mælst milli mánaða síðan í ágúst 2014,“ segir í Hagsjánni.

Ennfremur segir að viðskipti með íbúðarhúsnæði hafi verið býsna mörg í mars og bendi ýmislegt til þess að staðan sé nokkuð góð á íbúðamarkaði.

„Vextir á íbúðalánum hafa víða lækkað og kaupmáttur hefur aukist. Allt frá því í febrúar 2019 hefur 12 mánaða hækkun kaupmáttar launa mælst ofar hækkun raunverðs íbúða. Það er því margt sem bendir til þess að íbúðakaup séu nokkuð hagstæð á þessari stundu. Á móti kemur þó að óvissa er afar mikil.

Áhrif Covid-19 enn eftir að koma fram

Almennt hafa væntingar til atvinnu- og efnahagsástands versnað mjög, og þá sérstaklega í apríl. Væntingavísitala Gallup lækkaði talsvert milli mars og apríl og hefur ekki mælst lægri síðan í október 2010. Mat fólks á núverandi ástandi lækkar mun meira en væntingar til næstu 6 mánaða sem haldast nær óbreyttar milli mars og apríl. Það er því líklegt að áhrif Covid-19 faraldursins eigi enn eftir að koma í ljós,“ segir í greiningu Landsbankans.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.