Innlent

Við­búið að sums staðar verði ekki hægt að fram­fylgja tveggja metra reglunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm

Sóttvarnalæknir segir að það sé alls ekki svo að til standi að afnema tveggja metra regluna. Aldrei hafi komið til tals að hún verði afnumin en viðbúið sé að erfiðara verði að framfylgja henni eftir því sem kórónuveirutakmörkunum verður aflétt. 

Nokkur óvissa hefur ríkt um framtíð tveggja metra reglunnar síðustu daga. Haft var eftir Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina að stefnt væri að því að afnema regluna um mánaðamótin maí/júní. Hann dró þó nokkuð í land með þessi ummæli sín á upplýsingafundi í vikunni.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis að fyrirséð væri að eftir því sem veirutakmörkunum verði aflétt, til að mynda eftir 4. maí næstkomandi, verði erfiðara að framfylgja reglunni. Sums staðar verði jafnframt beinlínis ekki hægt að framfylgja reglunni. 

Hver og einn verði samt að viðhalda henni eins og hann mögulega getur. Allir séu hvattir til að gera það á meðan baráttan við veiruna stendur enn yfir.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×