Innlent

Tveggja metra reglan verði almennt viðmið

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að afnema tveggja metra regluna og ekki stendur heldur til að afnema hana sem slíka. Gert er ráð fyrir að hún verði ákveðið viðmið sem allt samfélagið taki tillit til. Miðað verði við það í framtíðinni að þeir sem þurfi fjarlægðina muni áfram geta haft hana. 

Þetta kom fram í máli Víði Reynissonar yfirlögregluþjóns á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar nú síðdegis.

Víðir kvaðst ef til vill hafa verið of fljótur á sér í svari við spurningu fréttamanns um mögulegt afnám tveggja metra reglunnar í gær en greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að stefnt væri að því að afnema hana um mánaðamótin maí/júní.

Víðir sagði á fundinum að skoðað verði eftir 4. maí, þegar fyrstu tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda taka gildi, hvort reglan verði mögulega tekin út úr auglýsingu heilbrigðisráðherra. Þrjár vikur þurfi til þess að meta áhrif uppfærðra aðgerða hverju sinni. 

Inntur eftir því hvort fyrirkomulagið varðandi tveggja metra regluna yrði þá öðruvísi hér en til dæmis í Bretlandi eða Bandaríkjunum, þar sem tveggja metra reglan verður áfram í gildi, sagði Víðir að hér á landi hefði ætíð verið lögð áhersla á að þetta væri samvinnuverkefni, frekar en boð og bönn. Hvort það standi í reglugerð eða verði samfélagslegur sáttmáli verði að koma í ljós.


Tengdar fréttir

Andslitsgrímuskylda sett á í Þýskalandi

Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×