Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Birgir Olgeirsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. febrúar 2019 18:20 Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis-og samgöngunefndar Alþingis, steig upp í pontu til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu „Fokk ofbeldi“ húfur sem að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur voru þögul mótmæli. Þórhildur Sunna og Björn Leví Gunnarsson gengu að Bergþóri þegar hann hóf mál sitt. Þingmennirnir stöldruðu ekki lengi við, stilltu sér upp við hlið hans örsnöggt og gengu síðan í burtu. Bergþór brást ekki með neinu móti við uppákomunni. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segist hafa upplifað samtal Klaustursþingmannanna um hana sjálfa sem árás. Hún sagði þá jafnframt vera ofbeldismenn í viðtali í Kastljósi í byrjun desember. Fokk ofbeldi húfurnar eru hannaðar fyrir UN Women á Íslandi en með því að kaupa húfurnar eru verkefni samtakanna styrkt.Þingmaður Miðflokksins sagði mótmælin ósmekkleg Þórhildur Sunna segir í samtali við Vísi að viðbrögðin við þessu uppátæki hefðu verið blendin í þingsal. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, kallaði á eftir þeim að honum þætti þessi uppákoma ekki smekkleg. „En okkur greinir á hvað er smekklegt og hvað ekki,“ segir Þórhildur Sunna. Aðspurð svarar hún að þau hefðu ákveðið að gera þetta þegar þau sáu fyrr í dag að Bergþór væri á mælendaskrá Alþingis. Um hafi verið að ræða þögul mótmæli. Þórhildur segir að þessi mótmæli segi sig nokkuð sjálf þegar hún er spurð hverju var verið að mótmæla. „Bergþór Ólason er enn þá formaður umhverfis- og samgöngunefndar,“ segir hún.Sara Óskarsson var viðstödd á Alþingi í dag.Sara Óskarsson varaþingmaður Pírata skrifar á Facebook að hún hafi svarað Sigurði Páli því til að réttast væri að „láta skömmina vera þar sem hún á heima, hjá þingmanninum í ræðustól.“ Sara segir að Sigurður hefði svarað um hæl að þingmennirnir kynnu enga mannasiði. „Kunnum VIÐ enga mannasiði?“ á Sara þá að hafa sagt og minnt hann á orð sem Bergþór Ólason lét falla á Klausturbar. „Það er vont að sitja í þingsal með mönnum sem enga iðrun hafa sýnt gagnvart þeirri kvenfyrirlitningu og níði sem þeir sýndu samstarfsfólki sínu, ásamt fjöldanum öllum af minnihlutahópum á Klaustursupptökunum svokölluðu,“ skrifar Sara sem bætir við að það sé líka vont þegar menn sjái ekki sóma sinn í að segja af sér. Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Lilju var brugðið að sjá Klausturþingmenn mætta án fyrirvara Lilju Alfreðsdóttir sem fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins á Klaustur fundinum var brugðið að sjá þá mæta til þings í gær án þess að gera boð á undan sér. 25. janúar 2019 19:21 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis-og samgöngunefndar Alþingis, steig upp í pontu til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu „Fokk ofbeldi“ húfur sem að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur voru þögul mótmæli. Þórhildur Sunna og Björn Leví Gunnarsson gengu að Bergþóri þegar hann hóf mál sitt. Þingmennirnir stöldruðu ekki lengi við, stilltu sér upp við hlið hans örsnöggt og gengu síðan í burtu. Bergþór brást ekki með neinu móti við uppákomunni. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segist hafa upplifað samtal Klaustursþingmannanna um hana sjálfa sem árás. Hún sagði þá jafnframt vera ofbeldismenn í viðtali í Kastljósi í byrjun desember. Fokk ofbeldi húfurnar eru hannaðar fyrir UN Women á Íslandi en með því að kaupa húfurnar eru verkefni samtakanna styrkt.Þingmaður Miðflokksins sagði mótmælin ósmekkleg Þórhildur Sunna segir í samtali við Vísi að viðbrögðin við þessu uppátæki hefðu verið blendin í þingsal. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, kallaði á eftir þeim að honum þætti þessi uppákoma ekki smekkleg. „En okkur greinir á hvað er smekklegt og hvað ekki,“ segir Þórhildur Sunna. Aðspurð svarar hún að þau hefðu ákveðið að gera þetta þegar þau sáu fyrr í dag að Bergþór væri á mælendaskrá Alþingis. Um hafi verið að ræða þögul mótmæli. Þórhildur segir að þessi mótmæli segi sig nokkuð sjálf þegar hún er spurð hverju var verið að mótmæla. „Bergþór Ólason er enn þá formaður umhverfis- og samgöngunefndar,“ segir hún.Sara Óskarsson var viðstödd á Alþingi í dag.Sara Óskarsson varaþingmaður Pírata skrifar á Facebook að hún hafi svarað Sigurði Páli því til að réttast væri að „láta skömmina vera þar sem hún á heima, hjá þingmanninum í ræðustól.“ Sara segir að Sigurður hefði svarað um hæl að þingmennirnir kynnu enga mannasiði. „Kunnum VIÐ enga mannasiði?“ á Sara þá að hafa sagt og minnt hann á orð sem Bergþór Ólason lét falla á Klausturbar. „Það er vont að sitja í þingsal með mönnum sem enga iðrun hafa sýnt gagnvart þeirri kvenfyrirlitningu og níði sem þeir sýndu samstarfsfólki sínu, ásamt fjöldanum öllum af minnihlutahópum á Klaustursupptökunum svokölluðu,“ skrifar Sara sem bætir við að það sé líka vont þegar menn sjái ekki sóma sinn í að segja af sér.
Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Lilju var brugðið að sjá Klausturþingmenn mætta án fyrirvara Lilju Alfreðsdóttir sem fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins á Klaustur fundinum var brugðið að sjá þá mæta til þings í gær án þess að gera boð á undan sér. 25. janúar 2019 19:21 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05
Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00
Lilju var brugðið að sjá Klausturþingmenn mætta án fyrirvara Lilju Alfreðsdóttir sem fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins á Klaustur fundinum var brugðið að sjá þá mæta til þings í gær án þess að gera boð á undan sér. 25. janúar 2019 19:21