Spyrna og reykspól ungra karlmanna viðvarandi vandamál Sylvía Hall skrifar 25. maí 2019 13:35 Mikill fjöldi ökumanna var samankomin á bílastæði BYKO við lítinn fögnuð nágranna. Vísir Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa orðið varir við ökumenn sem leggja leið sína út á Granda síðla kvölds þar sem þeir nýta stór bílastæði á svæðinu í spyrnu og reykspólun með tilheyrandi hávaða líkt og sjá má í myndbandi hér að neðan sem tekið var upp í gærkvöldi. Árni Friðleifsson hjá Umferðardeild lögreglunnar segir þetta vera alþekkt vandamál sem hafi komið upp á hverju vori síðastliðin fimm ár og erfitt sé að hafa hemil á. Að sögn Árna er lögreglan meðvituð um vandann og segir að þarna séu aðallega á ferð ungir karlmenn á „sportbílum“ sem safnist saman, íbúum til mikils ama, og reykspóli á bílastæðunum. Lögreglan reyni þó eftir bestu getu að fylgjast með þessu. „Við erum búin að ná þarna mönnum og kæra fyrir bæði spól og hraðakstur en það er bara eins og með allt, lögreglan getur ekki verið alls staðar á öllum tímum sólarhringsins,“ segir Árni í samtali við Vísi en bætir við að lögreglan reyni þó að fylgjast með þessu eins oft og hægt er. Árni segir vandamálið ekki einungis bundið við svæðið á Grandanum en sambærilegar samkomur má einnig finna oft á tíðum á bílastæðinu við Smáralind og við IKEA í Garðabæ. Vildu breytingu á lögum til þess að lögfesta bann við reykspóli Íbúar svæðisins hafa áður lýst yfir óánægju með þetta ástand og hefur lögreglan áður lýst yfir nauðsyn þess að takast á við vandamálið en í 35. grein umferðarlaga er kveðið á um skyldur ökumanna til þess að haga meðferð og akstri á þann veg að ekki stafi hávaði frá ökutæki eða loftmengun að óþörfu og í námunda við íbúðarhús skuli haga hraða og akstursháttum þannig að eigi valdi óþarfa ónæði. Árið 2014 sendi embætti lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu ábendingar og athugasemdir varðandi breytingar á umferðarlögum þar sem lagt var til að við 35. grein myndi bætast ný málsgrein þar sem kveðið væri á um bann við aksturs ökutækis á þann hátt að það missi veggrip, þar með talið hliðarskrið og spól. Var breytingin sögð nauðsynleg til þess að lögfesta skýrt bann við reykspóli og álíka akstri sem væri erfitt fyrir lögreglu að takast á við í dag en ekki málsgreinina er ekki að finna í núverandi umferðarlögum. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir lögregluna hafa reynt að gera þær ráðstafanir sem í valdi þeirra stendur og þeir bregðist við ábendingum íbúa þegar þær berast enda heyrist hávaðinn um allt hverfið. „Þegar það er kyrrt veður þá eru mikil óþægindi og mikill hávaði og þá hringja íbúarnir. Um leið og við komum þá hverfa þeir,“ segir Ómar. Garðabær Kópavogur Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira
Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa orðið varir við ökumenn sem leggja leið sína út á Granda síðla kvölds þar sem þeir nýta stór bílastæði á svæðinu í spyrnu og reykspólun með tilheyrandi hávaða líkt og sjá má í myndbandi hér að neðan sem tekið var upp í gærkvöldi. Árni Friðleifsson hjá Umferðardeild lögreglunnar segir þetta vera alþekkt vandamál sem hafi komið upp á hverju vori síðastliðin fimm ár og erfitt sé að hafa hemil á. Að sögn Árna er lögreglan meðvituð um vandann og segir að þarna séu aðallega á ferð ungir karlmenn á „sportbílum“ sem safnist saman, íbúum til mikils ama, og reykspóli á bílastæðunum. Lögreglan reyni þó eftir bestu getu að fylgjast með þessu. „Við erum búin að ná þarna mönnum og kæra fyrir bæði spól og hraðakstur en það er bara eins og með allt, lögreglan getur ekki verið alls staðar á öllum tímum sólarhringsins,“ segir Árni í samtali við Vísi en bætir við að lögreglan reyni þó að fylgjast með þessu eins oft og hægt er. Árni segir vandamálið ekki einungis bundið við svæðið á Grandanum en sambærilegar samkomur má einnig finna oft á tíðum á bílastæðinu við Smáralind og við IKEA í Garðabæ. Vildu breytingu á lögum til þess að lögfesta bann við reykspóli Íbúar svæðisins hafa áður lýst yfir óánægju með þetta ástand og hefur lögreglan áður lýst yfir nauðsyn þess að takast á við vandamálið en í 35. grein umferðarlaga er kveðið á um skyldur ökumanna til þess að haga meðferð og akstri á þann veg að ekki stafi hávaði frá ökutæki eða loftmengun að óþörfu og í námunda við íbúðarhús skuli haga hraða og akstursháttum þannig að eigi valdi óþarfa ónæði. Árið 2014 sendi embætti lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu ábendingar og athugasemdir varðandi breytingar á umferðarlögum þar sem lagt var til að við 35. grein myndi bætast ný málsgrein þar sem kveðið væri á um bann við aksturs ökutækis á þann hátt að það missi veggrip, þar með talið hliðarskrið og spól. Var breytingin sögð nauðsynleg til þess að lögfesta skýrt bann við reykspóli og álíka akstri sem væri erfitt fyrir lögreglu að takast á við í dag en ekki málsgreinina er ekki að finna í núverandi umferðarlögum. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir lögregluna hafa reynt að gera þær ráðstafanir sem í valdi þeirra stendur og þeir bregðist við ábendingum íbúa þegar þær berast enda heyrist hávaðinn um allt hverfið. „Þegar það er kyrrt veður þá eru mikil óþægindi og mikill hávaði og þá hringja íbúarnir. Um leið og við komum þá hverfa þeir,“ segir Ómar.
Garðabær Kópavogur Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira