Spyrna og reykspól ungra karlmanna viðvarandi vandamál Sylvía Hall skrifar 25. maí 2019 13:35 Mikill fjöldi ökumanna var samankomin á bílastæði BYKO við lítinn fögnuð nágranna. Vísir Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa orðið varir við ökumenn sem leggja leið sína út á Granda síðla kvölds þar sem þeir nýta stór bílastæði á svæðinu í spyrnu og reykspólun með tilheyrandi hávaða líkt og sjá má í myndbandi hér að neðan sem tekið var upp í gærkvöldi. Árni Friðleifsson hjá Umferðardeild lögreglunnar segir þetta vera alþekkt vandamál sem hafi komið upp á hverju vori síðastliðin fimm ár og erfitt sé að hafa hemil á. Að sögn Árna er lögreglan meðvituð um vandann og segir að þarna séu aðallega á ferð ungir karlmenn á „sportbílum“ sem safnist saman, íbúum til mikils ama, og reykspóli á bílastæðunum. Lögreglan reyni þó eftir bestu getu að fylgjast með þessu. „Við erum búin að ná þarna mönnum og kæra fyrir bæði spól og hraðakstur en það er bara eins og með allt, lögreglan getur ekki verið alls staðar á öllum tímum sólarhringsins,“ segir Árni í samtali við Vísi en bætir við að lögreglan reyni þó að fylgjast með þessu eins oft og hægt er. Árni segir vandamálið ekki einungis bundið við svæðið á Grandanum en sambærilegar samkomur má einnig finna oft á tíðum á bílastæðinu við Smáralind og við IKEA í Garðabæ. Vildu breytingu á lögum til þess að lögfesta bann við reykspóli Íbúar svæðisins hafa áður lýst yfir óánægju með þetta ástand og hefur lögreglan áður lýst yfir nauðsyn þess að takast á við vandamálið en í 35. grein umferðarlaga er kveðið á um skyldur ökumanna til þess að haga meðferð og akstri á þann veg að ekki stafi hávaði frá ökutæki eða loftmengun að óþörfu og í námunda við íbúðarhús skuli haga hraða og akstursháttum þannig að eigi valdi óþarfa ónæði. Árið 2014 sendi embætti lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu ábendingar og athugasemdir varðandi breytingar á umferðarlögum þar sem lagt var til að við 35. grein myndi bætast ný málsgrein þar sem kveðið væri á um bann við aksturs ökutækis á þann hátt að það missi veggrip, þar með talið hliðarskrið og spól. Var breytingin sögð nauðsynleg til þess að lögfesta skýrt bann við reykspóli og álíka akstri sem væri erfitt fyrir lögreglu að takast á við í dag en ekki málsgreinina er ekki að finna í núverandi umferðarlögum. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir lögregluna hafa reynt að gera þær ráðstafanir sem í valdi þeirra stendur og þeir bregðist við ábendingum íbúa þegar þær berast enda heyrist hávaðinn um allt hverfið. „Þegar það er kyrrt veður þá eru mikil óþægindi og mikill hávaði og þá hringja íbúarnir. Um leið og við komum þá hverfa þeir,“ segir Ómar. Garðabær Kópavogur Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa orðið varir við ökumenn sem leggja leið sína út á Granda síðla kvölds þar sem þeir nýta stór bílastæði á svæðinu í spyrnu og reykspólun með tilheyrandi hávaða líkt og sjá má í myndbandi hér að neðan sem tekið var upp í gærkvöldi. Árni Friðleifsson hjá Umferðardeild lögreglunnar segir þetta vera alþekkt vandamál sem hafi komið upp á hverju vori síðastliðin fimm ár og erfitt sé að hafa hemil á. Að sögn Árna er lögreglan meðvituð um vandann og segir að þarna séu aðallega á ferð ungir karlmenn á „sportbílum“ sem safnist saman, íbúum til mikils ama, og reykspóli á bílastæðunum. Lögreglan reyni þó eftir bestu getu að fylgjast með þessu. „Við erum búin að ná þarna mönnum og kæra fyrir bæði spól og hraðakstur en það er bara eins og með allt, lögreglan getur ekki verið alls staðar á öllum tímum sólarhringsins,“ segir Árni í samtali við Vísi en bætir við að lögreglan reyni þó að fylgjast með þessu eins oft og hægt er. Árni segir vandamálið ekki einungis bundið við svæðið á Grandanum en sambærilegar samkomur má einnig finna oft á tíðum á bílastæðinu við Smáralind og við IKEA í Garðabæ. Vildu breytingu á lögum til þess að lögfesta bann við reykspóli Íbúar svæðisins hafa áður lýst yfir óánægju með þetta ástand og hefur lögreglan áður lýst yfir nauðsyn þess að takast á við vandamálið en í 35. grein umferðarlaga er kveðið á um skyldur ökumanna til þess að haga meðferð og akstri á þann veg að ekki stafi hávaði frá ökutæki eða loftmengun að óþörfu og í námunda við íbúðarhús skuli haga hraða og akstursháttum þannig að eigi valdi óþarfa ónæði. Árið 2014 sendi embætti lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu ábendingar og athugasemdir varðandi breytingar á umferðarlögum þar sem lagt var til að við 35. grein myndi bætast ný málsgrein þar sem kveðið væri á um bann við aksturs ökutækis á þann hátt að það missi veggrip, þar með talið hliðarskrið og spól. Var breytingin sögð nauðsynleg til þess að lögfesta skýrt bann við reykspóli og álíka akstri sem væri erfitt fyrir lögreglu að takast á við í dag en ekki málsgreinina er ekki að finna í núverandi umferðarlögum. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir lögregluna hafa reynt að gera þær ráðstafanir sem í valdi þeirra stendur og þeir bregðist við ábendingum íbúa þegar þær berast enda heyrist hávaðinn um allt hverfið. „Þegar það er kyrrt veður þá eru mikil óþægindi og mikill hávaði og þá hringja íbúarnir. Um leið og við komum þá hverfa þeir,“ segir Ómar.
Garðabær Kópavogur Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira