Minningin lifir alltaf 16. janúar 2005 00:01 Uppbyggingarstarfi í Súðavík er að mestu lokið, nú þegar tíu ár eru liðin upp á dag frá því að snjóflóð tætti byggðina í sundur í ofsaveðri árið 1995. Byggðin hefur verið flutt á öruggt svæði og samheldni einkennir bæjarbraginn. Berglind Kristjánsdóttir, sem missti þrjú börn í flóðinu, segir að minning þeirra fylgi henni alltaf og hún reyni stöðugt að finna sér tilefni til að hlakka til. Sögu Súðavíkur lauk ekki með snjóflóðinu fyrir tíu árum. Við tók mikið uppbyggingarstarf og byggðin var nánast öll flutt á öruggari stað. Húsin sem eftir standa í gamla bænum eru nú aðeins notuð á sumrin. Á Túngötu í Súðavík hefur verið komið fyrir kross í miðri hlíðini þar sem snjóflóðið sópaði burt um tuttugu húsum þann 16. janúar 1995. Minnisvarðinn er látlaus og og ber vitni um hversu lítils megnugir menn eru þegar náttúruöflin eru annars vegar. Þar sem áður heyrðust gleðihljóð barna að leik, þar sem nágrannar spjölluðu milli garða meðan þvotturinn blakti á snúrunum, má nú heyra saumnál detta. Húsin standa auð og rjúpan veit að þarna kemur enginn. Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður gengur um göturnar í gamla bænum í Súðavík er þögnin. Þar býr enginn lengur, ekki er mokað af götunum og ekki mokað frá húsunum. Bara þögn. Ný byggð hefur hins vegar risið á nýju landi. Þarna falla engin snjóflóð. Og þarna er framtíðin. Atvinnástandið hefur verið ágætt í Súðavík. Stærsti vinnustaðurinn er hraðfrystistöðin í Frosta þar sem þrjátíu og fimm vinna. Leikskóli og grunnskóli eru á staðnum en bæjarstjórinn segir áhersluna vera á frekari uppbyggingu atvinnulífsins. Íbúafjöldin fyrir og eftir flóð er svipaður. Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að áætla megi að um 30 manns hafi flutt í kjölfar flóðsins en sumir hafi komið aftur. Á sama hátt og samfélagið hefur tekist á við það reiðarslag sem hér varð hafa einstaklingarnir, fólkið sjálft, reynt að vinna úr sínum málum. Berglind Kristjánsdóttir og Hafsteinn Númason misstu þrjú börn í flóðinu. Berglind hefur lítið talað um þessi mál í fjölmiðlum í gegnum tíðina og orð hennar eru sönnun þess að það er alltaf ljós í myrkrinu. Hún segir atburðinn alltaf vera til staðar innan í sér og minningin eykst þegar 16. janúar nálgast ár hvert. Myrkrið og veðrið fyrstu tvær vikurnar í janúar spilar þar inn í að sögn Berglindar og gera upplifunina erfiða. Og hún segir börnin ekki hverfa eina mínútu úr huga sér. Berglind segist ekki finna fyrir reiði gagnvart atburðunum. Þetta sé eitthvað sem gerðist og verður ekki breytt. „Maður verður að halda áfram og sjá það sem maður hefur í dag, og sinna því,“ segir Berglind. Hún reynir að hafa alltaf eitthvað til að hlakka til og segir það virka vel í lífinu. Tómas Þór Veruson lá í tuttugu og fjóra tíma undir farginu og í viðtali við Stöð 2 ári eftir flóðið bar hann merki kals úr flóðinu. Í dag er þessi myndarlegi ungi maður að læra viðskiptafræði í Háskólanum. Honum líst vel á Súðavíkurbæ í dag eftir uppbygginguna og segist alveg geta hugsað sér að búa þar í framtíðinni. Guðrún Guðný Elíasdóttir hefur lent í tveimur snjóflóðum. Á Norðfirði 1974 sem barn og svo aftur fyrir tíu árum. Hún segir samheldni einkenna samfélagið og vill hvergi annars staðar vera. „Ég verð að vera þar sem eru fjöll og sjór,“ segir Guðrún og bætir við að svona lítil pláss séu afar barnavæn. Kynslóðin sem óx úr grasi eftir flóðið segir gott að búa í Súðavík. Arthúr Rúnar Guðmundsson, sem er tíu ára gamall, segir að þarna sé allt til alls: bryggjan, fjaran, tjörnin, krakkarnir og fiskarnir Og þessi kynslóð veit hvar hún ætlar að vera og hvað hún ætlar að verða. Kjartan Geir Karlsson, sem einnig er tíu ára gamall, segist ætla að verða sjómaður eins og pabbi sinn, afi og langafi - og Súðavík er staðurinn sem hann vill búa á því þar finnur hann fyrir öryggi. Fréttir Innlent Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Uppbyggingarstarfi í Súðavík er að mestu lokið, nú þegar tíu ár eru liðin upp á dag frá því að snjóflóð tætti byggðina í sundur í ofsaveðri árið 1995. Byggðin hefur verið flutt á öruggt svæði og samheldni einkennir bæjarbraginn. Berglind Kristjánsdóttir, sem missti þrjú börn í flóðinu, segir að minning þeirra fylgi henni alltaf og hún reyni stöðugt að finna sér tilefni til að hlakka til. Sögu Súðavíkur lauk ekki með snjóflóðinu fyrir tíu árum. Við tók mikið uppbyggingarstarf og byggðin var nánast öll flutt á öruggari stað. Húsin sem eftir standa í gamla bænum eru nú aðeins notuð á sumrin. Á Túngötu í Súðavík hefur verið komið fyrir kross í miðri hlíðini þar sem snjóflóðið sópaði burt um tuttugu húsum þann 16. janúar 1995. Minnisvarðinn er látlaus og og ber vitni um hversu lítils megnugir menn eru þegar náttúruöflin eru annars vegar. Þar sem áður heyrðust gleðihljóð barna að leik, þar sem nágrannar spjölluðu milli garða meðan þvotturinn blakti á snúrunum, má nú heyra saumnál detta. Húsin standa auð og rjúpan veit að þarna kemur enginn. Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður gengur um göturnar í gamla bænum í Súðavík er þögnin. Þar býr enginn lengur, ekki er mokað af götunum og ekki mokað frá húsunum. Bara þögn. Ný byggð hefur hins vegar risið á nýju landi. Þarna falla engin snjóflóð. Og þarna er framtíðin. Atvinnástandið hefur verið ágætt í Súðavík. Stærsti vinnustaðurinn er hraðfrystistöðin í Frosta þar sem þrjátíu og fimm vinna. Leikskóli og grunnskóli eru á staðnum en bæjarstjórinn segir áhersluna vera á frekari uppbyggingu atvinnulífsins. Íbúafjöldin fyrir og eftir flóð er svipaður. Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að áætla megi að um 30 manns hafi flutt í kjölfar flóðsins en sumir hafi komið aftur. Á sama hátt og samfélagið hefur tekist á við það reiðarslag sem hér varð hafa einstaklingarnir, fólkið sjálft, reynt að vinna úr sínum málum. Berglind Kristjánsdóttir og Hafsteinn Númason misstu þrjú börn í flóðinu. Berglind hefur lítið talað um þessi mál í fjölmiðlum í gegnum tíðina og orð hennar eru sönnun þess að það er alltaf ljós í myrkrinu. Hún segir atburðinn alltaf vera til staðar innan í sér og minningin eykst þegar 16. janúar nálgast ár hvert. Myrkrið og veðrið fyrstu tvær vikurnar í janúar spilar þar inn í að sögn Berglindar og gera upplifunina erfiða. Og hún segir börnin ekki hverfa eina mínútu úr huga sér. Berglind segist ekki finna fyrir reiði gagnvart atburðunum. Þetta sé eitthvað sem gerðist og verður ekki breytt. „Maður verður að halda áfram og sjá það sem maður hefur í dag, og sinna því,“ segir Berglind. Hún reynir að hafa alltaf eitthvað til að hlakka til og segir það virka vel í lífinu. Tómas Þór Veruson lá í tuttugu og fjóra tíma undir farginu og í viðtali við Stöð 2 ári eftir flóðið bar hann merki kals úr flóðinu. Í dag er þessi myndarlegi ungi maður að læra viðskiptafræði í Háskólanum. Honum líst vel á Súðavíkurbæ í dag eftir uppbygginguna og segist alveg geta hugsað sér að búa þar í framtíðinni. Guðrún Guðný Elíasdóttir hefur lent í tveimur snjóflóðum. Á Norðfirði 1974 sem barn og svo aftur fyrir tíu árum. Hún segir samheldni einkenna samfélagið og vill hvergi annars staðar vera. „Ég verð að vera þar sem eru fjöll og sjór,“ segir Guðrún og bætir við að svona lítil pláss séu afar barnavæn. Kynslóðin sem óx úr grasi eftir flóðið segir gott að búa í Súðavík. Arthúr Rúnar Guðmundsson, sem er tíu ára gamall, segir að þarna sé allt til alls: bryggjan, fjaran, tjörnin, krakkarnir og fiskarnir Og þessi kynslóð veit hvar hún ætlar að vera og hvað hún ætlar að verða. Kjartan Geir Karlsson, sem einnig er tíu ára gamall, segist ætla að verða sjómaður eins og pabbi sinn, afi og langafi - og Súðavík er staðurinn sem hann vill búa á því þar finnur hann fyrir öryggi.
Fréttir Innlent Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira