Logan Paul opnar sig í einlægu viðtali: „Sá ekki skýrt fyrir áhorfstölum, peningum og frægð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. ágúst 2018 10:30 Logan Paul var hataðasti maður heims í töluverðan tíma. Bandarísk YouTube-stjarnan Logan Paul varð harðlega gagnrýnd fyrr á þessu ári fyrir að hafa birt myndband þar sem lík manneskju sem hafði fyrirfarið sér sást. Hann var á ferðalagi í Japan ásamt vinum sínum. Logan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. Logan og vinir hans gengu fram á lík í skóginum. Í myndbandi sem stjarnan birti á YouTube-rás sinni mátti sjá að félögunum varð ansi brugðið en gerðu jafnframt grín að því. Voru Logan og félagar hans sakaðir um vanvirðingu og viðurstyggilega hegðun.Erfitt ár Í kjölfarið dró Paul sig í hlé en áður en myndbandið var birt var hann ein allra stærsta YouTube-stjarna heims. Þúsundir manna birtu hatursmyndbönd gegn Logan Paul eftir að myndbandið fór í loftið og settist stjarnan á dögunum niður með Bretanum True Geordie sem heldur úti hlaðvarpi á YouTube og ræddi um afleiðingar myndbandsins og þau mistök sem hann gerði. Geordie hafði sjálfur látið Logan heyra það í myndbandi á sínum tíma. „Þetta hefur verið erfitt ár. Þú ert opinber persóna og svo áttu þitt einkalíf. Báðir þessir einstaklingar hafa verið að ganga í gegnum miklar breytingar á síðustu mánuðum. Við höfum báðir verið að læra og þroskast að undanförnu,“ segir Logan Paul og bætir við að undanfarin ár hafi hann alltaf gert myndbönd undir lok hvers árs af hverju það ár hafi verið hans besta á ævinni. Það getur hann ekki gert í lok ársins 2018.Skjáskot úr umræddu myndbandi.„Ég get aftur á móti gert myndband undir lok ársina að þetta hafi verið mitt mikilvægasta ár. Ég missti enga vini og fólkið í kringum mig stóð þétt við bakið á mér. Vinir mínir vissulega gagnrýndu mig og sögðu við mig að ég hefði farið langt yfir strikið. Aftur á móti vildu allir hjálpa mér að reyna að koma mér aftur á beinu brautina.“ Paul segist hafa horft á nokkur YouTube-myndbönd um sjálfan sig í kjölfarið að myndbandinu fræga.Vildi alltaf toppa mig „Ég horfði á einhver myndbönd. Þúsundir manna voru að segja við mig að ég væri hræðileg manneskja og ég varð á einhverjum tímapunkti að taka þetta inn og hugsa að það væri kannski eitthvað til í því sem fólk var að segja. Það var samt mjög erfitt að horfa á þetta. Þú gerir mistök og sjá síðan afleiðingarnar er mjög erfitt,“ segir Paul sem hefur alltaf aðeins eitt markið í sínum myndböndum og það er að fá fólk til að hlægja og þegar það fer akkúrat í öfuga átt sé það mjög erfitt að takast á við.En hvernig endaði furðufugl eins og Logan Paul í umræddum skógi að taka upp efni?„Það er rosalega erfitt að svara þessu. Ég veit ekki allt og er alltaf að læra. Ég var bara strákur sem sá ekki fyrir áhorfatölum, peningum og frægð og vildi alltaf toppa sjálfan mig. Ég fór langt yfir strikið en ég var rangur maður á röngum stað.“ Viðtalið við Logan Paul stendur yfir í um eina klukkustund og má sjá það í heild hér að neðan. Tengdar fréttir YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34 Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50 Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53 Fyrsta viðtalið eftir YouTube-skandalinn: „Hvattur til að fremja sjálfsmorð“ Bandaríska YouTube-stjarnan Logan Paul hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að hafa birt myndband þar sem lík manneskju sem hafði fyrirfarið sér sást. 1. febrúar 2018 15:30 Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Enginn í joggingbuxum í París Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bandarísk YouTube-stjarnan Logan Paul varð harðlega gagnrýnd fyrr á þessu ári fyrir að hafa birt myndband þar sem lík manneskju sem hafði fyrirfarið sér sást. Hann var á ferðalagi í Japan ásamt vinum sínum. Logan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. Logan og vinir hans gengu fram á lík í skóginum. Í myndbandi sem stjarnan birti á YouTube-rás sinni mátti sjá að félögunum varð ansi brugðið en gerðu jafnframt grín að því. Voru Logan og félagar hans sakaðir um vanvirðingu og viðurstyggilega hegðun.Erfitt ár Í kjölfarið dró Paul sig í hlé en áður en myndbandið var birt var hann ein allra stærsta YouTube-stjarna heims. Þúsundir manna birtu hatursmyndbönd gegn Logan Paul eftir að myndbandið fór í loftið og settist stjarnan á dögunum niður með Bretanum True Geordie sem heldur úti hlaðvarpi á YouTube og ræddi um afleiðingar myndbandsins og þau mistök sem hann gerði. Geordie hafði sjálfur látið Logan heyra það í myndbandi á sínum tíma. „Þetta hefur verið erfitt ár. Þú ert opinber persóna og svo áttu þitt einkalíf. Báðir þessir einstaklingar hafa verið að ganga í gegnum miklar breytingar á síðustu mánuðum. Við höfum báðir verið að læra og þroskast að undanförnu,“ segir Logan Paul og bætir við að undanfarin ár hafi hann alltaf gert myndbönd undir lok hvers árs af hverju það ár hafi verið hans besta á ævinni. Það getur hann ekki gert í lok ársins 2018.Skjáskot úr umræddu myndbandi.„Ég get aftur á móti gert myndband undir lok ársina að þetta hafi verið mitt mikilvægasta ár. Ég missti enga vini og fólkið í kringum mig stóð þétt við bakið á mér. Vinir mínir vissulega gagnrýndu mig og sögðu við mig að ég hefði farið langt yfir strikið. Aftur á móti vildu allir hjálpa mér að reyna að koma mér aftur á beinu brautina.“ Paul segist hafa horft á nokkur YouTube-myndbönd um sjálfan sig í kjölfarið að myndbandinu fræga.Vildi alltaf toppa mig „Ég horfði á einhver myndbönd. Þúsundir manna voru að segja við mig að ég væri hræðileg manneskja og ég varð á einhverjum tímapunkti að taka þetta inn og hugsa að það væri kannski eitthvað til í því sem fólk var að segja. Það var samt mjög erfitt að horfa á þetta. Þú gerir mistök og sjá síðan afleiðingarnar er mjög erfitt,“ segir Paul sem hefur alltaf aðeins eitt markið í sínum myndböndum og það er að fá fólk til að hlægja og þegar það fer akkúrat í öfuga átt sé það mjög erfitt að takast á við.En hvernig endaði furðufugl eins og Logan Paul í umræddum skógi að taka upp efni?„Það er rosalega erfitt að svara þessu. Ég veit ekki allt og er alltaf að læra. Ég var bara strákur sem sá ekki fyrir áhorfatölum, peningum og frægð og vildi alltaf toppa sjálfan mig. Ég fór langt yfir strikið en ég var rangur maður á röngum stað.“ Viðtalið við Logan Paul stendur yfir í um eina klukkustund og má sjá það í heild hér að neðan.
Tengdar fréttir YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34 Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50 Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53 Fyrsta viðtalið eftir YouTube-skandalinn: „Hvattur til að fremja sjálfsmorð“ Bandaríska YouTube-stjarnan Logan Paul hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að hafa birt myndband þar sem lík manneskju sem hafði fyrirfarið sér sást. 1. febrúar 2018 15:30 Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Enginn í joggingbuxum í París Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34
Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50
Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53
Fyrsta viðtalið eftir YouTube-skandalinn: „Hvattur til að fremja sjálfsmorð“ Bandaríska YouTube-stjarnan Logan Paul hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að hafa birt myndband þar sem lík manneskju sem hafði fyrirfarið sér sást. 1. febrúar 2018 15:30