Innlent

Mikil farsímanotkun á landsbyggðinni um Verslunarmannahelgi

Farsímanotkun á landsbyggðinni jókst mjög upp úr miðjum föstudegi um verslunarmannahelgina á kostnað höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt samantekt Vodafone.

Reyndar virðist sem þó nokkrir hafi ekki farið úr bænum fyrr en á laugardag, því þá jókst notkun á landsbyggðinni enn meir.

Landsbyggðin hélt þessu forskoti alveg fram á seinni hluta mánudags, en samt virðist sem þó nokkrir hafi haldið til höfuðborgarinnar strax á sunnudag. Farsímanotkun var mikil á þjóðhátíðinni í Eyjum, og lang mest um miðnæturbil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×