Innlent

Villidýrasafn stofnað

Mosfellsbær heldur daginn hátíðlegan í dag með hinum ýmsu uppákomum.
Fréttablaðið/Gva
Mosfellsbær heldur daginn hátíðlegan í dag með hinum ýmsu uppákomum. Fréttablaðið/Gva
Mosfellsbær fagnar 25 ára afmæli sínu í dag, 9. ágúst. Af því tilefni ætlar bæjarfélagið meðal annars að ganga til samstarfs um stofnun Villidýrasafns í Mosfellsbæ, í samvinnu við Kristján Vídalín Óskarsson.

„Um nokkurt skeið hefur Kristján vakið athygli bæjarfélagsins á safni sínu af villtum og uppstoppuðum dýrum sem fáséð eru hér á landi,“ segir í tilkynningu frá bænum. Kristján er skotveiðimaður og hefur um árabil veitt villt dýr erlendis, í Asíu, Afríku, Ástralíu og víðar. Dýrasafn hans samanstendur af nokkrum tegundum antilópa, fíl, nashyrningi, ljóni, ljónynju og strúti svo eitthvað sé nefnt.

Nú á að leita að heppilegu rými fyrir safnið og talið er að æskilegasta staðsetningin sé í Ævintýragarðinum. Sérstakur hátíðarbæjarstjórnarfundur verður haldinn í Bókasafni Mosfellsbæjar klukkan 16 í dag og er hann öllum opinn. Þar verður meðal annars rætt um að hefja friðlýsingarferli þriggja fossa í bæjarfélaginu; Álafoss, Helgufoss og Tungufoss. Mosfellsbær er sjöunda stærsta sveitarfélag landsins með um það bil 8.800 íbúa.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×