Feður eiga líka fæðingarsögur: „Svipurinn á ljósmóðurinni var ansi fyndinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. janúar 2020 11:30 Ísak og Gréta eiga eina stúlku sem kom í heiminn árið 2017. Ísak Hilmarsson sem eignaðist sitt fyrsta barn ásamt sambýliskonu sinni Grétu Maríu Birgisdóttur árið 2017. Þau ákváðu að hefja söfnun á fæðingarsögum feðra og taka sögurnar saman í bókinni Fæðingarsögur feðra. Tilgangur verkefnisins er að auka umræðuna um fæðingarsögur feðra og gefa þeirra hlið meira rými. Við þurfum ekki að líta langt aftur í tímann þegar feður voru beinlínis ekki velkomnir að vera með í fæðingu, hlutirnir hafa þó breyst til hins betra á örfáum árum og þeirra hlutverk orðið mun meira. Ísland í dag hitti Ísak og Grétu nú á dögunum og fékk að heyra meira um verkefnið. „Mín upplifun af okkar fæðingu er mjög góð og þetta gekk mjög vel hjá okkur, bæði meðgangan og fæðingin sem tók kannski svolítinn tíma,“ segir Ísak. Vaknaði með samviskubit „Ég náði að sofa þarna aðeins um nóttina og safnaði kröftum fyrir það sem var framundan. Og ég vaknaði síðan með samviskubit, því ég hafði sofnað. Gréta er ljósmóðir og þekkir ferlið út í gegn en ég er leikmaður í þessu og var að læra allan tímann, bæði á meðgöngunni og í fæðingunni. Mér fannst þetta ótrúlega gaman,“ segir Ísak sem upplifði stundum smá eins og hann væri örlítið útundan inni í herberginu. „Ég var duglegur að spyrja vitandi það að flestir inni í herberginu vissu hvað væri að gerast, svo ég varð að spyrja svolítið,“ segir Ísak. „Það var mjög gott að hann lagði sig því það var eins og ég væri með tvær ljósmæður. Hann var með myndavélina, vatnsbrúsann og bara til í slaginn. Ég var búinn að hafa mjög miklar áhyggjur af því að það myndi líða yfir hann,“ segir Gréta. „Þetta var nú nokkuð spaugilegt en þegar það var mjög stutt í að hún kæmi, kannski sex til sjö mínútur, stoppar Gréta allt í einu, lítur á mig og spyr mig hvort það sé ekki allt í lagi með mig. Svipurinn á ljósmóðurinni var ansi fyndinn,“ segir Ísak. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Börn og uppeldi Ísland í dag Tímamót Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Ísak Hilmarsson sem eignaðist sitt fyrsta barn ásamt sambýliskonu sinni Grétu Maríu Birgisdóttur árið 2017. Þau ákváðu að hefja söfnun á fæðingarsögum feðra og taka sögurnar saman í bókinni Fæðingarsögur feðra. Tilgangur verkefnisins er að auka umræðuna um fæðingarsögur feðra og gefa þeirra hlið meira rými. Við þurfum ekki að líta langt aftur í tímann þegar feður voru beinlínis ekki velkomnir að vera með í fæðingu, hlutirnir hafa þó breyst til hins betra á örfáum árum og þeirra hlutverk orðið mun meira. Ísland í dag hitti Ísak og Grétu nú á dögunum og fékk að heyra meira um verkefnið. „Mín upplifun af okkar fæðingu er mjög góð og þetta gekk mjög vel hjá okkur, bæði meðgangan og fæðingin sem tók kannski svolítinn tíma,“ segir Ísak. Vaknaði með samviskubit „Ég náði að sofa þarna aðeins um nóttina og safnaði kröftum fyrir það sem var framundan. Og ég vaknaði síðan með samviskubit, því ég hafði sofnað. Gréta er ljósmóðir og þekkir ferlið út í gegn en ég er leikmaður í þessu og var að læra allan tímann, bæði á meðgöngunni og í fæðingunni. Mér fannst þetta ótrúlega gaman,“ segir Ísak sem upplifði stundum smá eins og hann væri örlítið útundan inni í herberginu. „Ég var duglegur að spyrja vitandi það að flestir inni í herberginu vissu hvað væri að gerast, svo ég varð að spyrja svolítið,“ segir Ísak. „Það var mjög gott að hann lagði sig því það var eins og ég væri með tvær ljósmæður. Hann var með myndavélina, vatnsbrúsann og bara til í slaginn. Ég var búinn að hafa mjög miklar áhyggjur af því að það myndi líða yfir hann,“ segir Gréta. „Þetta var nú nokkuð spaugilegt en þegar það var mjög stutt í að hún kæmi, kannski sex til sjö mínútur, stoppar Gréta allt í einu, lítur á mig og spyr mig hvort það sé ekki allt í lagi með mig. Svipurinn á ljósmóðurinni var ansi fyndinn,“ segir Ísak. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Börn og uppeldi Ísland í dag Tímamót Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp