Samstarf um skipulag vegna hraðlestar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu auk Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar fyrir sitt leyti stefna að því að gera samstarfssamning við Fluglestina Þróunarfélag ehf. um undirbúning að byggingu hraðlestar til Keflavíkurflugvallar. Samningurinn lýtur að skipulagsmálum þar sem gera þarf breytingar til þess að lagning hraðlestarinnar verði möguleg. „Á Suðurnesjum hefur slíkt þegar verið gert og er lestarlína inni á svæðisskipulagi,“ útskýrir Runólfur Ágústsson hjá Fluglestinni í bréfi til sveitarfélaganna. Runólfur segir að í síðustu viku hafi verið fundað um málið í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem og á fundi hjá svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.„Mikilvægt er fyrir verkefnið að ná niðurstöðu í þetta mál til að yfirstandandi fjármögnun þróunar nái fram að ganga,“ segir í bréfi Runólfs sem í samtali við Fréttablaðið kveðst vona að lokið verði við gerð samstarfssamningsins fyrir lok janúar samhliða fjármögnun næsta skrefs verkefnisins sem kosta á um 1,5 milljarða króna. Áætlaður heildarkostnaður við lestarverkefnið er hins vegar 105 milljarðar króna. Runólfur segir nú unnið að fjármögnun verkefnisins, en ekki sé hægt að upplýsa hverjir kynnu að koma að því. Að baki Fluglestinni standa Fasteignafélagið Reitir, Landsbankinn, Ístak, Kadeco og Efla. Þessa aðila segir Runólfur þegar hafa lagt um 150 milljónir í verkefnið. Gert er ráð fyrir að ferðatíminn milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar verði 15 til 18 mínútur með raflest sem nær 250 kílómetra hraða á klukkustund. Markmiðið með þeirri skipulagsvinnu sem í hönd fer er meðal annars sagt vera að auka hagkvæmni hraðlestarinnar og að tryggja góðar tengingar lestarstöðva við byggð, umferðarmannvirki og samgöngur á yfirborði.Endastöðvar hraðlestarinnar eiga að vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Stefán„Með samningnum veita sveitarfélögin vilyrði fyrir að skilgreina nauðsynlegar lóðir í deiliskipulagi og úthluta þeim og/eða byggingarrétti ofan- eða neðanjarðar vegna framkvæmdarinnar til þróunarfélagsins,“ segir í samkomulagsdrögunum. Það gildi meðal annars um lóð fyrir endastöð hraðlestarinnar við áætlaða samgöngumiðstöð hjá BSÍ við Vatnsmýri. „Sveitarfélögin munu af sinni hálfu einnig tryggja nauðsynlegt samstarf í tengslum við framkvæmd og gerð mats á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar,“ segir í einni grein samningsins. Samstarfssamningurinn er til fimm ára. Á meðan samningurinn er í gildi mega sveitarfélögin ekki með nokkrum hætti taka þátt í öðrum sambærilegum verkefnum nema Fluglestin hætti við verkefnið. Geri Fluglestin það verður öll vinna og gögn sem til eru orðin að almenningseign. „Við erum tiltölulega bjartsýnir með fjármögnun og erum að vonast eftir að komast af stað með verkefnið í febrúar,“ segir Runólfur. Tvö ár séu áætluð til frekari rannsóknar- og skipulagsvinnu og mat á umhverfisáhrifum. „Þá tekur við ár í forhönnun og gerð útboðsgagna. Framkvæmdir, ef allt gengur eftir, ættu að geta hafist eftir þrjú ár.“ Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu auk Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar fyrir sitt leyti stefna að því að gera samstarfssamning við Fluglestina Þróunarfélag ehf. um undirbúning að byggingu hraðlestar til Keflavíkurflugvallar. Samningurinn lýtur að skipulagsmálum þar sem gera þarf breytingar til þess að lagning hraðlestarinnar verði möguleg. „Á Suðurnesjum hefur slíkt þegar verið gert og er lestarlína inni á svæðisskipulagi,“ útskýrir Runólfur Ágústsson hjá Fluglestinni í bréfi til sveitarfélaganna. Runólfur segir að í síðustu viku hafi verið fundað um málið í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem og á fundi hjá svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.„Mikilvægt er fyrir verkefnið að ná niðurstöðu í þetta mál til að yfirstandandi fjármögnun þróunar nái fram að ganga,“ segir í bréfi Runólfs sem í samtali við Fréttablaðið kveðst vona að lokið verði við gerð samstarfssamningsins fyrir lok janúar samhliða fjármögnun næsta skrefs verkefnisins sem kosta á um 1,5 milljarða króna. Áætlaður heildarkostnaður við lestarverkefnið er hins vegar 105 milljarðar króna. Runólfur segir nú unnið að fjármögnun verkefnisins, en ekki sé hægt að upplýsa hverjir kynnu að koma að því. Að baki Fluglestinni standa Fasteignafélagið Reitir, Landsbankinn, Ístak, Kadeco og Efla. Þessa aðila segir Runólfur þegar hafa lagt um 150 milljónir í verkefnið. Gert er ráð fyrir að ferðatíminn milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar verði 15 til 18 mínútur með raflest sem nær 250 kílómetra hraða á klukkustund. Markmiðið með þeirri skipulagsvinnu sem í hönd fer er meðal annars sagt vera að auka hagkvæmni hraðlestarinnar og að tryggja góðar tengingar lestarstöðva við byggð, umferðarmannvirki og samgöngur á yfirborði.Endastöðvar hraðlestarinnar eiga að vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Stefán„Með samningnum veita sveitarfélögin vilyrði fyrir að skilgreina nauðsynlegar lóðir í deiliskipulagi og úthluta þeim og/eða byggingarrétti ofan- eða neðanjarðar vegna framkvæmdarinnar til þróunarfélagsins,“ segir í samkomulagsdrögunum. Það gildi meðal annars um lóð fyrir endastöð hraðlestarinnar við áætlaða samgöngumiðstöð hjá BSÍ við Vatnsmýri. „Sveitarfélögin munu af sinni hálfu einnig tryggja nauðsynlegt samstarf í tengslum við framkvæmd og gerð mats á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar,“ segir í einni grein samningsins. Samstarfssamningurinn er til fimm ára. Á meðan samningurinn er í gildi mega sveitarfélögin ekki með nokkrum hætti taka þátt í öðrum sambærilegum verkefnum nema Fluglestin hætti við verkefnið. Geri Fluglestin það verður öll vinna og gögn sem til eru orðin að almenningseign. „Við erum tiltölulega bjartsýnir með fjármögnun og erum að vonast eftir að komast af stað með verkefnið í febrúar,“ segir Runólfur. Tvö ár séu áætluð til frekari rannsóknar- og skipulagsvinnu og mat á umhverfisáhrifum. „Þá tekur við ár í forhönnun og gerð útboðsgagna. Framkvæmdir, ef allt gengur eftir, ættu að geta hafist eftir þrjú ár.“
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira