Samstarf um skipulag vegna hraðlestar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu auk Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar fyrir sitt leyti stefna að því að gera samstarfssamning við Fluglestina Þróunarfélag ehf. um undirbúning að byggingu hraðlestar til Keflavíkurflugvallar. Samningurinn lýtur að skipulagsmálum þar sem gera þarf breytingar til þess að lagning hraðlestarinnar verði möguleg. „Á Suðurnesjum hefur slíkt þegar verið gert og er lestarlína inni á svæðisskipulagi,“ útskýrir Runólfur Ágústsson hjá Fluglestinni í bréfi til sveitarfélaganna. Runólfur segir að í síðustu viku hafi verið fundað um málið í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem og á fundi hjá svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.„Mikilvægt er fyrir verkefnið að ná niðurstöðu í þetta mál til að yfirstandandi fjármögnun þróunar nái fram að ganga,“ segir í bréfi Runólfs sem í samtali við Fréttablaðið kveðst vona að lokið verði við gerð samstarfssamningsins fyrir lok janúar samhliða fjármögnun næsta skrefs verkefnisins sem kosta á um 1,5 milljarða króna. Áætlaður heildarkostnaður við lestarverkefnið er hins vegar 105 milljarðar króna. Runólfur segir nú unnið að fjármögnun verkefnisins, en ekki sé hægt að upplýsa hverjir kynnu að koma að því. Að baki Fluglestinni standa Fasteignafélagið Reitir, Landsbankinn, Ístak, Kadeco og Efla. Þessa aðila segir Runólfur þegar hafa lagt um 150 milljónir í verkefnið. Gert er ráð fyrir að ferðatíminn milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar verði 15 til 18 mínútur með raflest sem nær 250 kílómetra hraða á klukkustund. Markmiðið með þeirri skipulagsvinnu sem í hönd fer er meðal annars sagt vera að auka hagkvæmni hraðlestarinnar og að tryggja góðar tengingar lestarstöðva við byggð, umferðarmannvirki og samgöngur á yfirborði.Endastöðvar hraðlestarinnar eiga að vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Stefán„Með samningnum veita sveitarfélögin vilyrði fyrir að skilgreina nauðsynlegar lóðir í deiliskipulagi og úthluta þeim og/eða byggingarrétti ofan- eða neðanjarðar vegna framkvæmdarinnar til þróunarfélagsins,“ segir í samkomulagsdrögunum. Það gildi meðal annars um lóð fyrir endastöð hraðlestarinnar við áætlaða samgöngumiðstöð hjá BSÍ við Vatnsmýri. „Sveitarfélögin munu af sinni hálfu einnig tryggja nauðsynlegt samstarf í tengslum við framkvæmd og gerð mats á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar,“ segir í einni grein samningsins. Samstarfssamningurinn er til fimm ára. Á meðan samningurinn er í gildi mega sveitarfélögin ekki með nokkrum hætti taka þátt í öðrum sambærilegum verkefnum nema Fluglestin hætti við verkefnið. Geri Fluglestin það verður öll vinna og gögn sem til eru orðin að almenningseign. „Við erum tiltölulega bjartsýnir með fjármögnun og erum að vonast eftir að komast af stað með verkefnið í febrúar,“ segir Runólfur. Tvö ár séu áætluð til frekari rannsóknar- og skipulagsvinnu og mat á umhverfisáhrifum. „Þá tekur við ár í forhönnun og gerð útboðsgagna. Framkvæmdir, ef allt gengur eftir, ættu að geta hafist eftir þrjú ár.“ Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Fleiri fréttir Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Sjá meira
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu auk Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar fyrir sitt leyti stefna að því að gera samstarfssamning við Fluglestina Þróunarfélag ehf. um undirbúning að byggingu hraðlestar til Keflavíkurflugvallar. Samningurinn lýtur að skipulagsmálum þar sem gera þarf breytingar til þess að lagning hraðlestarinnar verði möguleg. „Á Suðurnesjum hefur slíkt þegar verið gert og er lestarlína inni á svæðisskipulagi,“ útskýrir Runólfur Ágústsson hjá Fluglestinni í bréfi til sveitarfélaganna. Runólfur segir að í síðustu viku hafi verið fundað um málið í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem og á fundi hjá svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.„Mikilvægt er fyrir verkefnið að ná niðurstöðu í þetta mál til að yfirstandandi fjármögnun þróunar nái fram að ganga,“ segir í bréfi Runólfs sem í samtali við Fréttablaðið kveðst vona að lokið verði við gerð samstarfssamningsins fyrir lok janúar samhliða fjármögnun næsta skrefs verkefnisins sem kosta á um 1,5 milljarða króna. Áætlaður heildarkostnaður við lestarverkefnið er hins vegar 105 milljarðar króna. Runólfur segir nú unnið að fjármögnun verkefnisins, en ekki sé hægt að upplýsa hverjir kynnu að koma að því. Að baki Fluglestinni standa Fasteignafélagið Reitir, Landsbankinn, Ístak, Kadeco og Efla. Þessa aðila segir Runólfur þegar hafa lagt um 150 milljónir í verkefnið. Gert er ráð fyrir að ferðatíminn milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar verði 15 til 18 mínútur með raflest sem nær 250 kílómetra hraða á klukkustund. Markmiðið með þeirri skipulagsvinnu sem í hönd fer er meðal annars sagt vera að auka hagkvæmni hraðlestarinnar og að tryggja góðar tengingar lestarstöðva við byggð, umferðarmannvirki og samgöngur á yfirborði.Endastöðvar hraðlestarinnar eiga að vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Stefán„Með samningnum veita sveitarfélögin vilyrði fyrir að skilgreina nauðsynlegar lóðir í deiliskipulagi og úthluta þeim og/eða byggingarrétti ofan- eða neðanjarðar vegna framkvæmdarinnar til þróunarfélagsins,“ segir í samkomulagsdrögunum. Það gildi meðal annars um lóð fyrir endastöð hraðlestarinnar við áætlaða samgöngumiðstöð hjá BSÍ við Vatnsmýri. „Sveitarfélögin munu af sinni hálfu einnig tryggja nauðsynlegt samstarf í tengslum við framkvæmd og gerð mats á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar,“ segir í einni grein samningsins. Samstarfssamningurinn er til fimm ára. Á meðan samningurinn er í gildi mega sveitarfélögin ekki með nokkrum hætti taka þátt í öðrum sambærilegum verkefnum nema Fluglestin hætti við verkefnið. Geri Fluglestin það verður öll vinna og gögn sem til eru orðin að almenningseign. „Við erum tiltölulega bjartsýnir með fjármögnun og erum að vonast eftir að komast af stað með verkefnið í febrúar,“ segir Runólfur. Tvö ár séu áætluð til frekari rannsóknar- og skipulagsvinnu og mat á umhverfisáhrifum. „Þá tekur við ár í forhönnun og gerð útboðsgagna. Framkvæmdir, ef allt gengur eftir, ættu að geta hafist eftir þrjú ár.“
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Fleiri fréttir Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Sjá meira