Biðlar til ökumanna að sýna ökunemum virðingu: „Enginn ökunemi er að leika sér að því að drepa á bílnum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2020 11:59 Heiða Millý Torfadóttir ökukennari birti í fyrradag Facebook-færslu, þar sem hún biðlar til ökumanna að sýna óreyndum ökunemum, sem eru að stíga sín fyrstu skref í umferðinni, virðingu. Hún segir öll þau neikvæðu viðbrögð sem hún sjái gagnvart nemum sem hún kennir ekki vera þeim bjóðandi. „Kæra fólk í umferðinni á Íslandi! Nú vil ég biðla til ykkar að hugsa ykkur tvisvar um áður en þið flautið eða sýnið með handahreyfingum/svipbrigðum skilningsleysi ykkar á hegðun ökunema í ökukennslu (það sama á að sjálfsögðu við um ökunema í æfingaakstri þar sem leiðbeinandinn hefur ekki einu sinni pedala til að grípa inní),“ skrifar Heiða. Hún segir að neikvæð viðbrögð gagnvart reynsluleysi ökunemans geri lítið annað en að auka á stress og óróleika hjá nemanum. „Ég stend með þeim inni í bílnum og hvet þau til að æða aldrei af stað ef þau eru hrædd, óviss eða óörugg - enda með litla sem enga reynslu á bakinu (hvet þau að sama skapi í erfiðum aðstæðum að reyna að leysa málin sjálf ef möguleikinn er fyrir hendi áður en ég gríp inn í og geri hlutina fyrir þau). Þau hafa ekki ykkar reynslu og óttast fátt eins mikið og að ná ekki að taka af stað og drepa á bílnum.“ Hún segir alla ökunema geta lent í því að drepa á bílnum á ólíklegustu stöðum, og segir ástæðu þess vera reynsluleysi. Hún ítrekar þó að allir séu að gera sitt besta. „Enginn ökunemi er að leika sér að því að drepa á bílnum eða ná ekki að taka af stað heldur þveröfugt. Í slíkum aðstæðum myndast oft rosalega mikil hræðsla og hátt streitustig hjá þeim og er ég farin að skammast ég mín fyrir viðbrögð margra ykkar reyndu ökumannanna í þessum aðstæðum,“ skrifar Heiða. Að lokum bendir hún ökumönnum á að rifja upp þegar þeir sjálfir lærðu að keyra bíl, setja sig í spor þeirra sem inni í ökukennslubílnum sitja og minna sig á hvers vegna fólk sé þar statt. Umferðaröryggi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Heiða Millý Torfadóttir ökukennari birti í fyrradag Facebook-færslu, þar sem hún biðlar til ökumanna að sýna óreyndum ökunemum, sem eru að stíga sín fyrstu skref í umferðinni, virðingu. Hún segir öll þau neikvæðu viðbrögð sem hún sjái gagnvart nemum sem hún kennir ekki vera þeim bjóðandi. „Kæra fólk í umferðinni á Íslandi! Nú vil ég biðla til ykkar að hugsa ykkur tvisvar um áður en þið flautið eða sýnið með handahreyfingum/svipbrigðum skilningsleysi ykkar á hegðun ökunema í ökukennslu (það sama á að sjálfsögðu við um ökunema í æfingaakstri þar sem leiðbeinandinn hefur ekki einu sinni pedala til að grípa inní),“ skrifar Heiða. Hún segir að neikvæð viðbrögð gagnvart reynsluleysi ökunemans geri lítið annað en að auka á stress og óróleika hjá nemanum. „Ég stend með þeim inni í bílnum og hvet þau til að æða aldrei af stað ef þau eru hrædd, óviss eða óörugg - enda með litla sem enga reynslu á bakinu (hvet þau að sama skapi í erfiðum aðstæðum að reyna að leysa málin sjálf ef möguleikinn er fyrir hendi áður en ég gríp inn í og geri hlutina fyrir þau). Þau hafa ekki ykkar reynslu og óttast fátt eins mikið og að ná ekki að taka af stað og drepa á bílnum.“ Hún segir alla ökunema geta lent í því að drepa á bílnum á ólíklegustu stöðum, og segir ástæðu þess vera reynsluleysi. Hún ítrekar þó að allir séu að gera sitt besta. „Enginn ökunemi er að leika sér að því að drepa á bílnum eða ná ekki að taka af stað heldur þveröfugt. Í slíkum aðstæðum myndast oft rosalega mikil hræðsla og hátt streitustig hjá þeim og er ég farin að skammast ég mín fyrir viðbrögð margra ykkar reyndu ökumannanna í þessum aðstæðum,“ skrifar Heiða. Að lokum bendir hún ökumönnum á að rifja upp þegar þeir sjálfir lærðu að keyra bíl, setja sig í spor þeirra sem inni í ökukennslubílnum sitja og minna sig á hvers vegna fólk sé þar statt.
Umferðaröryggi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira