Tveir leikir fóru fram í A-riðli Reykjavíkurmóts kvenna. Fylkir vann 1-0 og þá vann Fjölnir einnig 1-0 sigur gegn Víking.
Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði eina mark leiksins er Fylkir varð fyrsta liðið til að leggja KR af velli. Markið kom á 9. mínútu leiksins og því bjuggust áhorfendur ef til vill við marakveislu í kjölfarið. Sú varð ekki raunin og lokatölur 1-0 Fylki í vil.
Sama var upp á teningnum hjá Fjölni en Sara Moreno skoraði eina mark Fjölnisstúlkna í dag. Báðir leikirnir fóru fram í Egilshöllinni á gervigrasi sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarið.
Var þetta fyrsta tap KR og fyrsti sigur Fjölnis á Reykjavíkurmótinu. KR er því áfram í 2. sæti með níu stig eftir fjóra leiki en Fylkir er eina liðið með fullt hús stiga eða 12 talsins. Fjölnir er hins vegar með þrjú stig og Víkingur Reykjavík vermir botnsætið með 0 stig.
Fylkir með fullt hús stiga eftir sigur á KR

Tengdar fréttir

Tvær stærstu stjörnur Víkinga spila ekki í kvöld vegna ástandsins á grasinu í Egilshöllinni
Víkingar verða án tveggja sinna reyndustu og bestu leikmanna í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu í kvöld en þetta staðfestir þjálfari liðsins Arnar Gunnlaugsson í viðtali við Fréttablaðið. Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen eru samt báðir leikfærir.

Undanúrslit Reykjavíkurmóts verða á fimmtudaginn
Undanúrslit Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla í knattspynu fara fram í Egilshöllinni fimmtudaginn 30. janúar.