Óánægja með lóðaúthlutun 29. júlí 2005 00:01 Fjöldi óánægðra umsækjenda um lóðir í Kópavogi hefur haft samband við Fréttablaðið í kjölfar þess að bæjarráð Kópavogs tilkynnti um nöfn þeirra sem úthlutað var lóðum. Einbýlishúsalóðum var úthlutað fyrir 7,5 milljónir. Bent hefur verið á hversu hátt hlutfall þeirra einstaklinga sem fengu lóðir sé annað hvort þekktir og efnaðir einstaklingar, skyldmenni bæjarráðsmanna og fyrrverandi bæjarfulltrúar. Dæmi um þá heppnu eru Dalla Ólafsdóttir forsetadóttir, Baltasar Kormákur leikstjóri og Lilja Pálmadóttir athafnakona, Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri Flugleiða, Birgir Leifur Hafþórsson golfari, Valþór Hlöðversson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi, Ólafur Stefánsson handboltamaður, Eiður Smári Guðjonssen knattspyrnumaður og faðir hans Arnór Guðjonssen Þá fengu einnig lóðir Örn Árnason leikari, Hreggviður Jónsson athafnamaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Stöðvar 2, Jón Ágúst Þorsteinsson framkvæmdastjóri Marorku, auk foreldra og tengdaforeldra tveggja núverandi bæjarfulltrúa. Þá fékk skipulagsstjóri Kópavogsbæjar, Birgir H. Sigurðsson, einnig úthlutað lóð. "Ég held að þeir sem fengu úthlutað séu allir ánægðir," segir Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi þegar hann er spurður um þá gagnrýni sem fram hefur komið vegna lóðaúthlutunarinnar. "Það er ljóst að gátum ekki orðið við öllum umsóknum vegna þess hve þær voru margar. Við völdum eftir þeim reglum sem settar höfðu verið en höfðum það að leiðarljósi að veita ungu fólki forgang," segir Gunnar. Spurður hvort einstaklingar sem þekktir væru í þjóðfélaginu hefðu notið forgangs varðandi lóðrinar svarar Gunnar: "Frægt eða þekkt fólk verður einhvers staðar að búa. Það gekk ekki endilega gengið fyrir enda er búið að hafna sumu af þessu fólki áður. Við reyndum að vera eins sanngjörn og hægt er." Hann bendir á að á næstu mánuðum verið úthlutað hundruð lóða í Kópavogi og vonast hann til að geta uppfyllt eftirspurnina eftir lóðum í Kópavogi að einhverju leiti með þeim. Fréttir Innlent Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Fjöldi óánægðra umsækjenda um lóðir í Kópavogi hefur haft samband við Fréttablaðið í kjölfar þess að bæjarráð Kópavogs tilkynnti um nöfn þeirra sem úthlutað var lóðum. Einbýlishúsalóðum var úthlutað fyrir 7,5 milljónir. Bent hefur verið á hversu hátt hlutfall þeirra einstaklinga sem fengu lóðir sé annað hvort þekktir og efnaðir einstaklingar, skyldmenni bæjarráðsmanna og fyrrverandi bæjarfulltrúar. Dæmi um þá heppnu eru Dalla Ólafsdóttir forsetadóttir, Baltasar Kormákur leikstjóri og Lilja Pálmadóttir athafnakona, Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri Flugleiða, Birgir Leifur Hafþórsson golfari, Valþór Hlöðversson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi, Ólafur Stefánsson handboltamaður, Eiður Smári Guðjonssen knattspyrnumaður og faðir hans Arnór Guðjonssen Þá fengu einnig lóðir Örn Árnason leikari, Hreggviður Jónsson athafnamaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Stöðvar 2, Jón Ágúst Þorsteinsson framkvæmdastjóri Marorku, auk foreldra og tengdaforeldra tveggja núverandi bæjarfulltrúa. Þá fékk skipulagsstjóri Kópavogsbæjar, Birgir H. Sigurðsson, einnig úthlutað lóð. "Ég held að þeir sem fengu úthlutað séu allir ánægðir," segir Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi þegar hann er spurður um þá gagnrýni sem fram hefur komið vegna lóðaúthlutunarinnar. "Það er ljóst að gátum ekki orðið við öllum umsóknum vegna þess hve þær voru margar. Við völdum eftir þeim reglum sem settar höfðu verið en höfðum það að leiðarljósi að veita ungu fólki forgang," segir Gunnar. Spurður hvort einstaklingar sem þekktir væru í þjóðfélaginu hefðu notið forgangs varðandi lóðrinar svarar Gunnar: "Frægt eða þekkt fólk verður einhvers staðar að búa. Það gekk ekki endilega gengið fyrir enda er búið að hafna sumu af þessu fólki áður. Við reyndum að vera eins sanngjörn og hægt er." Hann bendir á að á næstu mánuðum verið úthlutað hundruð lóða í Kópavogi og vonast hann til að geta uppfyllt eftirspurnina eftir lóðum í Kópavogi að einhverju leiti með þeim.
Fréttir Innlent Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira