Óánægja með lóðaúthlutun 29. júlí 2005 00:01 Fjöldi óánægðra umsækjenda um lóðir í Kópavogi hefur haft samband við Fréttablaðið í kjölfar þess að bæjarráð Kópavogs tilkynnti um nöfn þeirra sem úthlutað var lóðum. Einbýlishúsalóðum var úthlutað fyrir 7,5 milljónir. Bent hefur verið á hversu hátt hlutfall þeirra einstaklinga sem fengu lóðir sé annað hvort þekktir og efnaðir einstaklingar, skyldmenni bæjarráðsmanna og fyrrverandi bæjarfulltrúar. Dæmi um þá heppnu eru Dalla Ólafsdóttir forsetadóttir, Baltasar Kormákur leikstjóri og Lilja Pálmadóttir athafnakona, Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri Flugleiða, Birgir Leifur Hafþórsson golfari, Valþór Hlöðversson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi, Ólafur Stefánsson handboltamaður, Eiður Smári Guðjonssen knattspyrnumaður og faðir hans Arnór Guðjonssen Þá fengu einnig lóðir Örn Árnason leikari, Hreggviður Jónsson athafnamaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Stöðvar 2, Jón Ágúst Þorsteinsson framkvæmdastjóri Marorku, auk foreldra og tengdaforeldra tveggja núverandi bæjarfulltrúa. Þá fékk skipulagsstjóri Kópavogsbæjar, Birgir H. Sigurðsson, einnig úthlutað lóð. "Ég held að þeir sem fengu úthlutað séu allir ánægðir," segir Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi þegar hann er spurður um þá gagnrýni sem fram hefur komið vegna lóðaúthlutunarinnar. "Það er ljóst að gátum ekki orðið við öllum umsóknum vegna þess hve þær voru margar. Við völdum eftir þeim reglum sem settar höfðu verið en höfðum það að leiðarljósi að veita ungu fólki forgang," segir Gunnar. Spurður hvort einstaklingar sem þekktir væru í þjóðfélaginu hefðu notið forgangs varðandi lóðrinar svarar Gunnar: "Frægt eða þekkt fólk verður einhvers staðar að búa. Það gekk ekki endilega gengið fyrir enda er búið að hafna sumu af þessu fólki áður. Við reyndum að vera eins sanngjörn og hægt er." Hann bendir á að á næstu mánuðum verið úthlutað hundruð lóða í Kópavogi og vonast hann til að geta uppfyllt eftirspurnina eftir lóðum í Kópavogi að einhverju leiti með þeim. Fréttir Innlent Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Fjöldi óánægðra umsækjenda um lóðir í Kópavogi hefur haft samband við Fréttablaðið í kjölfar þess að bæjarráð Kópavogs tilkynnti um nöfn þeirra sem úthlutað var lóðum. Einbýlishúsalóðum var úthlutað fyrir 7,5 milljónir. Bent hefur verið á hversu hátt hlutfall þeirra einstaklinga sem fengu lóðir sé annað hvort þekktir og efnaðir einstaklingar, skyldmenni bæjarráðsmanna og fyrrverandi bæjarfulltrúar. Dæmi um þá heppnu eru Dalla Ólafsdóttir forsetadóttir, Baltasar Kormákur leikstjóri og Lilja Pálmadóttir athafnakona, Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri Flugleiða, Birgir Leifur Hafþórsson golfari, Valþór Hlöðversson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi, Ólafur Stefánsson handboltamaður, Eiður Smári Guðjonssen knattspyrnumaður og faðir hans Arnór Guðjonssen Þá fengu einnig lóðir Örn Árnason leikari, Hreggviður Jónsson athafnamaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Stöðvar 2, Jón Ágúst Þorsteinsson framkvæmdastjóri Marorku, auk foreldra og tengdaforeldra tveggja núverandi bæjarfulltrúa. Þá fékk skipulagsstjóri Kópavogsbæjar, Birgir H. Sigurðsson, einnig úthlutað lóð. "Ég held að þeir sem fengu úthlutað séu allir ánægðir," segir Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi þegar hann er spurður um þá gagnrýni sem fram hefur komið vegna lóðaúthlutunarinnar. "Það er ljóst að gátum ekki orðið við öllum umsóknum vegna þess hve þær voru margar. Við völdum eftir þeim reglum sem settar höfðu verið en höfðum það að leiðarljósi að veita ungu fólki forgang," segir Gunnar. Spurður hvort einstaklingar sem þekktir væru í þjóðfélaginu hefðu notið forgangs varðandi lóðrinar svarar Gunnar: "Frægt eða þekkt fólk verður einhvers staðar að búa. Það gekk ekki endilega gengið fyrir enda er búið að hafna sumu af þessu fólki áður. Við reyndum að vera eins sanngjörn og hægt er." Hann bendir á að á næstu mánuðum verið úthlutað hundruð lóða í Kópavogi og vonast hann til að geta uppfyllt eftirspurnina eftir lóðum í Kópavogi að einhverju leiti með þeim.
Fréttir Innlent Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira