Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. júní 2018 20:30 Utanríkismálanefnd Alþingis kemur saman eftir helgi til að ræða nýlegar fregnir frá Bandaríkjunum þess efnis að börn ólöglegra innflytjenda séu aðskilin frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna. Greint hefur verið frá því að um 2000 börn hafi verið tekið frá foreldrum sínum undanfarna mánuði og hafa dvalið í flóttamannabúðum á meðan foreldrar þeirra eru sóttir til saka. Myndir sem hafa birst í fjölmiðlum vestanhafs hafa vakið mikla reiði. Hér á landi virðist sú reiði ekki staðið á sér en boðað hefur verið til mótmælagöngu frá Austurvelli að Bandaríska sendiráðinu á fimmtudag og undirskriftarlisti gegn aðgerðum Bandaríkjastjórnar gengur um á Facebook. Á Facebook viðburði mótmælagöngunnar segir: „Við ætlum að hittast á Austurvelli með kerti og mótmælaspjöld og ganga þaðan að bandaríska sendiráðinu. Við krefjumst þess að aðskilnaði barna og foreldra stoppi umsvifalaust. Og við krefjumst þess að mannúðlega sé komið fram við flóttafólk allsstaðar.“Nokkrir þingmenn hafa tekið undir kröfur þess efnis að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar er þeirra á meðal. „Ég krefst þess að við sendum Bandaríkjastjórn skýr skilaboð um að þetta er ekki í boði. Þetta er aldrei í boði sama hvaða innflytjendastefnu þú ætlar að framfylgja,“ segir hún. Hún bendir á að víða um heim sé brotið á réttindum flóttafólks en það sem geri aðgerðir Bandaríkjastjórnar sérlega ógeðfelldar er að þar koma sameinaðar fjölskyldur yfir landamærin þar sem þeim er kerfisbundið sundrað af hinu opinbera. Þá verði Ísland að láta í sér heyra þegar um er að ræða svo nána bandalagsþjóð. „Nú er um að ræða NATO þjóð. Þannig að ég held að við eigum að fá aðrar NATO þjóðir til dæmis með okkur í lið til að fordæma aðgerðir Bandaríkjastjórnar. Að fjarlægja lítil börn frá foreldrum sínum er algerlega óforsvaranlegt.“ Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00 Mikil reiði vegna stefnu um börn ólöglegra innflytjenda Mikil reiði hefur blossað upp í Bandaríkjunum vegna nýrrar stefnu um að taka megi börn frá ólöglegum innflytjendum og vista þau í flóttamannabúðum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið. 18. júní 2018 23:13 Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Utanríkismálanefnd Alþingis kemur saman eftir helgi til að ræða nýlegar fregnir frá Bandaríkjunum þess efnis að börn ólöglegra innflytjenda séu aðskilin frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna. Greint hefur verið frá því að um 2000 börn hafi verið tekið frá foreldrum sínum undanfarna mánuði og hafa dvalið í flóttamannabúðum á meðan foreldrar þeirra eru sóttir til saka. Myndir sem hafa birst í fjölmiðlum vestanhafs hafa vakið mikla reiði. Hér á landi virðist sú reiði ekki staðið á sér en boðað hefur verið til mótmælagöngu frá Austurvelli að Bandaríska sendiráðinu á fimmtudag og undirskriftarlisti gegn aðgerðum Bandaríkjastjórnar gengur um á Facebook. Á Facebook viðburði mótmælagöngunnar segir: „Við ætlum að hittast á Austurvelli með kerti og mótmælaspjöld og ganga þaðan að bandaríska sendiráðinu. Við krefjumst þess að aðskilnaði barna og foreldra stoppi umsvifalaust. Og við krefjumst þess að mannúðlega sé komið fram við flóttafólk allsstaðar.“Nokkrir þingmenn hafa tekið undir kröfur þess efnis að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar er þeirra á meðal. „Ég krefst þess að við sendum Bandaríkjastjórn skýr skilaboð um að þetta er ekki í boði. Þetta er aldrei í boði sama hvaða innflytjendastefnu þú ætlar að framfylgja,“ segir hún. Hún bendir á að víða um heim sé brotið á réttindum flóttafólks en það sem geri aðgerðir Bandaríkjastjórnar sérlega ógeðfelldar er að þar koma sameinaðar fjölskyldur yfir landamærin þar sem þeim er kerfisbundið sundrað af hinu opinbera. Þá verði Ísland að láta í sér heyra þegar um er að ræða svo nána bandalagsþjóð. „Nú er um að ræða NATO þjóð. Þannig að ég held að við eigum að fá aðrar NATO þjóðir til dæmis með okkur í lið til að fordæma aðgerðir Bandaríkjastjórnar. Að fjarlægja lítil börn frá foreldrum sínum er algerlega óforsvaranlegt.“
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00 Mikil reiði vegna stefnu um börn ólöglegra innflytjenda Mikil reiði hefur blossað upp í Bandaríkjunum vegna nýrrar stefnu um að taka megi börn frá ólöglegum innflytjendum og vista þau í flóttamannabúðum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið. 18. júní 2018 23:13 Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00
Mikil reiði vegna stefnu um börn ólöglegra innflytjenda Mikil reiði hefur blossað upp í Bandaríkjunum vegna nýrrar stefnu um að taka megi börn frá ólöglegum innflytjendum og vista þau í flóttamannabúðum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið. 18. júní 2018 23:13
Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28