Innlent

Hæg breyti­leg átt á landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Spákortið fyrir klukkan 14 eins og það leit út í morgun.
Spákortið fyrir klukkan 14 eins og það leit út í morgun. Veðurstofan

Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt á landinu í dag þar sem víða verður léttskýjað en skýjað með köflum suðvestan- og vestanlands framan af degi. Hiti verður á bilinu 5 til 12 stig yfir daginn, en víða næturfrost inn til landsins.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings. Þar segir ennfremur að á morgun gangi í norðan og norðvestan 5 til 13 metra á sekúndu og þykkni upp fyrir norðan. Það verði hins vegar yfirleitt léttskýjað sunnanlands.

„Á fimmtudag er svo útlit fyrir strekkings norðaustanátt með skúrum eða éljum og kólnandi veðri norðanlands, en áfram þurrt að kalla og milt veður sunnan heiða.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Gengur í norðan og norðvestan 5-13 m/s. Bjartviðri sunnantil, en þykknar upp á norðanverðu landinu með stöku skúrum seinni partinn. Hiti 4 til 13 stig að deginum, hlýjast sunnanlands.

Á fimmtudag: Norðaustan 8-13 m/s. Skýjað og stöku skúrir eða él á Norður- og Austurlandi og hiti 0 til 5 stig, en bjart með köflum sunnan heiða og hiti að 10 stigum yfir daginn.

Á föstudag: Fremur hæg norðlæg átt, skýjað að mestu og líkur á dálitlum skúrum eða éljum. Hiti 1 til 9 stig að deginum, svalast NA-til.

Á laugardag: Hæg suðaustlæg átt og skúrir sunnanlands, en rofar til fyrir norðan. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag og mánudag: Gengur í sunnan og suðaustan 8-15 með skúrum eða rigningu sunnan- og vestantil, en bjart að mestu norðaustanlands. Hiti 4 til 10 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×