Innlent

Með tugi hesta í tamningu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hestarnir voru tignarlegir í haganum.
Hestarnir voru tignarlegir í haganum. mynd úr einkasafni Ragnheiðar.
„Ég er búin að fá fín viðbrögð, miklu betri en ég bjóst við," segir Ragnheiður Ósk Guðmundsdóttir, hestakona í Hrunamannahreppi. Hún var með hest í sinni eigu, Draupni frá Langholtskoti, og Má frá Þjóðólfshaga, sem er í eigu vinkonu hennar, í haga á dögunum þegar hún náði meðfylgjandi mynd. Draupnir er frá Langholtskoti, undan Drottningu frá Langholtskoti og Gretti frá Grafarkoti.

Hestarnir eru fjögurra vetra og eru báðir í tamningu. Aðspurð segir Ragnheiður að þeir hafi þó ekki farið á Landsmót hestamanna sem var haldið á dögunum í Víðidal. „Þeir eru svo ungir, þeir eru bara fjögurra vetra," segir Ragnheiður. Stefnan sé þó að nýta báða hestana í hrossarækt og eru þeir báðir í tamningu.

Ragnheiður og eiginmaður hennar, Guðmann Unnsteinsson, eru með fjölda hesta í ræktun og telur Ragnheiður að fjöldinn geti verið um 70-80 í augnablikinu. „Maðurinn minn er tamningamaður, er með tamningu og er að keppa og sýna," segir hún.

Aðspurð segist Ragnheiður ekki hafa náð eins fallegum myndum af hestum sínum áður. „Nei, ekki svona. En ég náði góðri syrpu þarna," segir Ragnheiður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×