Innlent

Drullumölluðu Perluna, eldfjöll, fánann og margt fleira

BBI skrifar
Perlan var flottasta kakan á Holti. Victor Freyr var sérlegur drullukökuarkitekt og reisti þetta alkunna mannvirki upp af moldinni.
Perlan var flottasta kakan á Holti. Victor Freyr var sérlegur drullukökuarkitekt og reisti þetta alkunna mannvirki upp af moldinni. Mynd/facebook síða Hafnarfjarðar
Hin árvissa drullukökukeppni fór fram í skólagörðum Hafnarfjarðar á föstudaginn var. Gríðarleg samkeppni var á fjórum stöðum í bænum þegar börn á aldrinum 6 - 10 ára kepptust um að drullumalla hin ýmsustu form og skreyta á margvíslegan máta. Gjósandi eldfjall, íslenski fáninn, foss og margt fleira leit dagsins ljós þetta föstudagseftirmiðdegi.

Þegar upp var staðið voru sigurkökurnar fjórar, m.a. drullu-Perlan á myndinni hér til hliðar.

Vegleg verðlaun voru í boði fyrir sigurvegarana en auk þess hlutu allir sem tóku þátt lítinn glaðning í boði bæjarins. Keppendur voru í kringum 25. Í myndaalbúminu hér til hliðar er brot af því besta síðan á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×