Keypti lyf á svörtum markaði til að berjast gegn sveppaveikindum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2015 06:00 Guðmundur Ómarsson Guðmundur Ómarsson keypti sér HGH, vaxtarhormón, á götunni til að vinna bug á veikindum og verkjum sem hann fékk vegna myglusveppaeitrunar. Mánaðarskammtur kostaði 150 þúsund krónur en hann gat ekki fengið lyfið uppáskrifað hjá lækni. „Hormónakerfið var ónýtt vegna myglu. Testósterónskorturinn var gífurlegur, mér var alltaf kalt og alltaf slappur. Ég fékk testósterón í sprautuformi en líkaminn var svo veikur að hann tók ekki við sér. Læknar gátu ekki útskýrt þennan skort eða önnur einkenni hjá mér, ég fékk það viðmót að ég væri geðveikur.“ Guðmundur fór í blóðprufur reglulega og engin breyting varð þar til hann byrjaði að taka HGH. „Ég tók lyfið í mánuð og allt varð innan eðlilegra marka næstu mánuði á eftir. Innkirtlasérfræðingur sá muninn svart á hvítu í blóðprufu fáeinum vikum eftir inntökuna. Ég get samt ekki fengið lyfseðil enda er það víst ógjörningur að fá þetta lyf. Nú er ég farinn að veikjast aftur og vil kaupa mér annan skammt. Þetta er dýrt en gerði kraftaverk fyrir mig og er hverrar krónu virði.“ Mikil frumuendurnýjun verður við inntöku á HGH sem getur aukið vöxt krabbameins til dæmis. „Það er fórnarkostnaður en ég var á þeim stað að ég hafði engu að tapa. Ég gat ekki unnið og fékk ekki skilning frá neinum í kringum mig. Hvorki læknum né aðstandendum. Ég held ég fái aldrei fulla heilsu en til að geta lifað nokkuð eðlilegu lífi þarf ég að fara þessa leið, enda ekki til neinar rannsóknir eða lyf handa sveppasjúku fólki. Og í raun lítill áhugi á því.“Hvað er HGH? Human growth hormone er vaxtarhormón manna og myndast í heiladingli okkar alla ævi. Hormónið örvar flutning amínósýra inn í frumur og myndun prótína úr þeim þar. Þannig veldur hormónið því að frumur vaxa og fjölga sér. Hormónið örvar einnig vöxt beina og vöðva. Notkun er vel þekkt meðal íþróttamanna, en hefur verið bönnuð síðustu tuttugu ár, og heiladingulsdverga. Einnig hefur verið haldið fram að vaxtarhormón megi nota sem yngingarlyf, það dragi úr líkamsfitu, bæti svefn, kynlíf, minni og sjón. Engar rannsóknir styðja þær staðhæfingar svo óyggjandi sé. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Guðmundur Ómarsson keypti sér HGH, vaxtarhormón, á götunni til að vinna bug á veikindum og verkjum sem hann fékk vegna myglusveppaeitrunar. Mánaðarskammtur kostaði 150 þúsund krónur en hann gat ekki fengið lyfið uppáskrifað hjá lækni. „Hormónakerfið var ónýtt vegna myglu. Testósterónskorturinn var gífurlegur, mér var alltaf kalt og alltaf slappur. Ég fékk testósterón í sprautuformi en líkaminn var svo veikur að hann tók ekki við sér. Læknar gátu ekki útskýrt þennan skort eða önnur einkenni hjá mér, ég fékk það viðmót að ég væri geðveikur.“ Guðmundur fór í blóðprufur reglulega og engin breyting varð þar til hann byrjaði að taka HGH. „Ég tók lyfið í mánuð og allt varð innan eðlilegra marka næstu mánuði á eftir. Innkirtlasérfræðingur sá muninn svart á hvítu í blóðprufu fáeinum vikum eftir inntökuna. Ég get samt ekki fengið lyfseðil enda er það víst ógjörningur að fá þetta lyf. Nú er ég farinn að veikjast aftur og vil kaupa mér annan skammt. Þetta er dýrt en gerði kraftaverk fyrir mig og er hverrar krónu virði.“ Mikil frumuendurnýjun verður við inntöku á HGH sem getur aukið vöxt krabbameins til dæmis. „Það er fórnarkostnaður en ég var á þeim stað að ég hafði engu að tapa. Ég gat ekki unnið og fékk ekki skilning frá neinum í kringum mig. Hvorki læknum né aðstandendum. Ég held ég fái aldrei fulla heilsu en til að geta lifað nokkuð eðlilegu lífi þarf ég að fara þessa leið, enda ekki til neinar rannsóknir eða lyf handa sveppasjúku fólki. Og í raun lítill áhugi á því.“Hvað er HGH? Human growth hormone er vaxtarhormón manna og myndast í heiladingli okkar alla ævi. Hormónið örvar flutning amínósýra inn í frumur og myndun prótína úr þeim þar. Þannig veldur hormónið því að frumur vaxa og fjölga sér. Hormónið örvar einnig vöxt beina og vöðva. Notkun er vel þekkt meðal íþróttamanna, en hefur verið bönnuð síðustu tuttugu ár, og heiladingulsdverga. Einnig hefur verið haldið fram að vaxtarhormón megi nota sem yngingarlyf, það dragi úr líkamsfitu, bæti svefn, kynlíf, minni og sjón. Engar rannsóknir styðja þær staðhæfingar svo óyggjandi sé.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira