„Ég var alveg viðbúin því að vera glötuð“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. janúar 2020 11:00 Vala Eiríks vonast til þess að geta komið dansfélaganum sínum, Sigurði Má, saman við einhverja vinkonu sína þegar keppninni lýkur. Útvarpskonan Vala Eiríksdóttir segir að hún hafi komið sjálfri sér á óvart í keppninni Allir geta dansað. Vala hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í þáttunum. Hún er komin í ótrúlega gott dansform og kílóin fjúka í hverri viku. Hún vonast til þess að geta komið dansfélaganum sínum, Sigurði Má, saman við einhverja vinkonu sína þegar keppninni lýkur.Hvernig hefur verið fyrir þig að taka þátt í Allir geta dansað? „Þetta er búið að vera jafn skemmtilegt og þetta er búið að vera erfitt. Sem er slatti.“ Hvaða danstegund er í uppáhaldi hjá þér og af hverju? „Ég er rosa hrifin af snerpunni og kraftinum í Paso Doble, en ég held að Jive-inn sé að jafna Pasoinn um þessar mundir. Hann er bara svo kátur og skemmtilegur.“ Hvaða atriði er í uppáhaldi? „Ég held ég verði að segja Kill Bill Pasoinn, því hann gaf okkur tvær tíur. Ég elska tíur!“ Hvaða áskoranir hafa verið erfiðastar? „Það reynir ofboðslega á bæði líkama og sál að vera ì svona mikilli keyrslu. Æfa í fimm til sjö klukkutíma á dag, alla daga vikunnar, verandi líka ì fullri vinnu og öðrum verkefnum. En erfiðast þykir mér að eiga litla orku eftir að gefa kærastanum mínum, þegar ég klára á kvöldin.“ Hvað hefur þú lært af því að taka þátt í Allir geta dansað? „Að ég er aldeilis ekki jafn takmörkuð og ég hélt.“ Hvað hefur komið þér mest á óvart? „Hvað okkur hefur gengið vel. Ég var alveg viðbúin því að vera glötuð.“ Vala Eiríksdóttir segir að dansinn hafi haft mikil áhrif á hennar andlega og líkamlega líðan.Vísir/Marínó Flóvent Hápunkturinn hingað til? „Tíurnar okkar og auðvitað allir vinirnir sem ég hef eignast í þessu ferli. Dansararnir, hinir keppendurnir og bara allt þetta stórkostlega fólk sem vinnur í kringum þáttinn à einn eða annan hátt.“ En lágpunkturinn? „Í lok hvers þáttar þegar einhverjir af vinum mínum eru sendir heim.“ Hvaða áhrif hefur dansinn haft á líkamlega líðan þína? „Ofboðslega góð! Ég er orkumeiri, sef betur og drekk loksins nóg af vatni!“ En andlega líðan? „Yndisleg. Sjálfsöryggi mitt styrkist með hverjum deginum og ég hlakka alltaf til að mæta á æfingu og á sett.“ Hvernig stuðning hefur þú fengið frá fólkinu í kringum þig? „Ómetanlegan! Pabbi og mamma hafa aldrei verið jafn virk í deilingum á Facebook, systir mín stúderar með mér rútínur og stappar í mig stálinu þegar þarf, vinir mínir eru duglegastir að peppa og hvetja, yfirmaðurinn minn hefur sýnt mér ótrúlega þolinmæði og skilning og kærasti minn er búinn að vera stórkostlegur í gegnum þetta krefjandi og skemmtilega verkefni.“ Hefur dansáhuginn „smitast“ í aðra fjölskyldumeðlimi eða vini? „Alveg 100 %“ Ætlar þú að halda áfram að dansa eftir þessa keppni? „Uuujá! Nùna er ég bara dansari og dansarar verða að dansa!“ Hvernig myndir þú lýsa dansfélaganum þínum? „Hann er algjör demantur. Framúrskarandi kennari, ótrúlega fær í að setja saman atriði, mjög hvetjandi og svo er hann bara svo skemmtilegur líka!“ Hvernig hafa tengslin á milli þín og dansfélagans breyst á þessum vikum? „Við verðum auðvitað nánari með hverri vikunni, enda eyðum við rosalega miklum tíma saman. Mér er farið að þykja mjög vænt um Sigga og vil helst koma honum saman við einhverja vinkonu mína. Þær eru allavega nokkrar sem ég veit að væru vel til í það!“ Hvað dansið þið í kvöld? Jive. Hvað máttu segja lesendum Vísis um atriðið ykkar? „Þetta verður blóðugur bardagi.“ Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram? „Bara TAKK fyrir alla ástina og stuðninginn. Hann er okkur svo dýrmætur.“ Allir geta dansað Tengdar fréttir Fötin stækka og stækka á Völu Eiríks Vala Eiríksdóttir og Sigurður Már Atlason eru danspar í skemmtiþáttunum Allir geta dansað og hafa þau æft stíft saman í nokkrar vikur. 17. desember 2019 13:30 Siggi strangur og smámunasamur en alltaf mjög góður við Völu Vala Eiríks og Sigurður dönsuðu Foxtrott við lagið You Should be Dancing með Bee Gees í síðasta þætti síðastliðin föstudagskvöld og var þátturinn í beinni útsendingu á Stöð 2 21. janúar 2020 13:30 Vala og Siggi fengu nánast fullkomna einkunn Vala Eiríks og Sigurður Már Atlason dönsuðu Paso Doble við lagið Don't let me be Misunderstood úr kvikmyndinni Kill Bill síðastliðið föstudagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2. 15. janúar 2020 13:30 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Útvarpskonan Vala Eiríksdóttir segir að hún hafi komið sjálfri sér á óvart í keppninni Allir geta dansað. Vala hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í þáttunum. Hún er komin í ótrúlega gott dansform og kílóin fjúka í hverri viku. Hún vonast til þess að geta komið dansfélaganum sínum, Sigurði Má, saman við einhverja vinkonu sína þegar keppninni lýkur.Hvernig hefur verið fyrir þig að taka þátt í Allir geta dansað? „Þetta er búið að vera jafn skemmtilegt og þetta er búið að vera erfitt. Sem er slatti.“ Hvaða danstegund er í uppáhaldi hjá þér og af hverju? „Ég er rosa hrifin af snerpunni og kraftinum í Paso Doble, en ég held að Jive-inn sé að jafna Pasoinn um þessar mundir. Hann er bara svo kátur og skemmtilegur.“ Hvaða atriði er í uppáhaldi? „Ég held ég verði að segja Kill Bill Pasoinn, því hann gaf okkur tvær tíur. Ég elska tíur!“ Hvaða áskoranir hafa verið erfiðastar? „Það reynir ofboðslega á bæði líkama og sál að vera ì svona mikilli keyrslu. Æfa í fimm til sjö klukkutíma á dag, alla daga vikunnar, verandi líka ì fullri vinnu og öðrum verkefnum. En erfiðast þykir mér að eiga litla orku eftir að gefa kærastanum mínum, þegar ég klára á kvöldin.“ Hvað hefur þú lært af því að taka þátt í Allir geta dansað? „Að ég er aldeilis ekki jafn takmörkuð og ég hélt.“ Hvað hefur komið þér mest á óvart? „Hvað okkur hefur gengið vel. Ég var alveg viðbúin því að vera glötuð.“ Vala Eiríksdóttir segir að dansinn hafi haft mikil áhrif á hennar andlega og líkamlega líðan.Vísir/Marínó Flóvent Hápunkturinn hingað til? „Tíurnar okkar og auðvitað allir vinirnir sem ég hef eignast í þessu ferli. Dansararnir, hinir keppendurnir og bara allt þetta stórkostlega fólk sem vinnur í kringum þáttinn à einn eða annan hátt.“ En lágpunkturinn? „Í lok hvers þáttar þegar einhverjir af vinum mínum eru sendir heim.“ Hvaða áhrif hefur dansinn haft á líkamlega líðan þína? „Ofboðslega góð! Ég er orkumeiri, sef betur og drekk loksins nóg af vatni!“ En andlega líðan? „Yndisleg. Sjálfsöryggi mitt styrkist með hverjum deginum og ég hlakka alltaf til að mæta á æfingu og á sett.“ Hvernig stuðning hefur þú fengið frá fólkinu í kringum þig? „Ómetanlegan! Pabbi og mamma hafa aldrei verið jafn virk í deilingum á Facebook, systir mín stúderar með mér rútínur og stappar í mig stálinu þegar þarf, vinir mínir eru duglegastir að peppa og hvetja, yfirmaðurinn minn hefur sýnt mér ótrúlega þolinmæði og skilning og kærasti minn er búinn að vera stórkostlegur í gegnum þetta krefjandi og skemmtilega verkefni.“ Hefur dansáhuginn „smitast“ í aðra fjölskyldumeðlimi eða vini? „Alveg 100 %“ Ætlar þú að halda áfram að dansa eftir þessa keppni? „Uuujá! Nùna er ég bara dansari og dansarar verða að dansa!“ Hvernig myndir þú lýsa dansfélaganum þínum? „Hann er algjör demantur. Framúrskarandi kennari, ótrúlega fær í að setja saman atriði, mjög hvetjandi og svo er hann bara svo skemmtilegur líka!“ Hvernig hafa tengslin á milli þín og dansfélagans breyst á þessum vikum? „Við verðum auðvitað nánari með hverri vikunni, enda eyðum við rosalega miklum tíma saman. Mér er farið að þykja mjög vænt um Sigga og vil helst koma honum saman við einhverja vinkonu mína. Þær eru allavega nokkrar sem ég veit að væru vel til í það!“ Hvað dansið þið í kvöld? Jive. Hvað máttu segja lesendum Vísis um atriðið ykkar? „Þetta verður blóðugur bardagi.“ Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram? „Bara TAKK fyrir alla ástina og stuðninginn. Hann er okkur svo dýrmætur.“
Allir geta dansað Tengdar fréttir Fötin stækka og stækka á Völu Eiríks Vala Eiríksdóttir og Sigurður Már Atlason eru danspar í skemmtiþáttunum Allir geta dansað og hafa þau æft stíft saman í nokkrar vikur. 17. desember 2019 13:30 Siggi strangur og smámunasamur en alltaf mjög góður við Völu Vala Eiríks og Sigurður dönsuðu Foxtrott við lagið You Should be Dancing með Bee Gees í síðasta þætti síðastliðin föstudagskvöld og var þátturinn í beinni útsendingu á Stöð 2 21. janúar 2020 13:30 Vala og Siggi fengu nánast fullkomna einkunn Vala Eiríks og Sigurður Már Atlason dönsuðu Paso Doble við lagið Don't let me be Misunderstood úr kvikmyndinni Kill Bill síðastliðið föstudagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2. 15. janúar 2020 13:30 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Fötin stækka og stækka á Völu Eiríks Vala Eiríksdóttir og Sigurður Már Atlason eru danspar í skemmtiþáttunum Allir geta dansað og hafa þau æft stíft saman í nokkrar vikur. 17. desember 2019 13:30
Siggi strangur og smámunasamur en alltaf mjög góður við Völu Vala Eiríks og Sigurður dönsuðu Foxtrott við lagið You Should be Dancing með Bee Gees í síðasta þætti síðastliðin föstudagskvöld og var þátturinn í beinni útsendingu á Stöð 2 21. janúar 2020 13:30
Vala og Siggi fengu nánast fullkomna einkunn Vala Eiríks og Sigurður Már Atlason dönsuðu Paso Doble við lagið Don't let me be Misunderstood úr kvikmyndinni Kill Bill síðastliðið föstudagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2. 15. janúar 2020 13:30