Lífið

Vala og Siggi fengu nánast fullkomna einkunn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vala og Siggi fengu frábærar viðtökur.
Vala og Siggi fengu frábærar viðtökur.

Vala Eiríks og Sigurður Már Atlason dönsuðu Paso Doble við lagið Don't let me be Misunderstood úr kvikmyndinni Kill Bill síðastliðið föstudagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2.

Atriðið heppnaðist frábærlega og fengu þau bæði góða umsögn frá dómurunum.

„Ég ætla að hrósa þér fyrir vel gert Paso doble og vel gert basic. Elskaði hendurnar og öll smáatriðin, súper ánægð,“ sagði Karen Reeve einn af dómurunum eftir dansinn.

„Var mjög ánægð með þennan Paso karakter, bringan öll að koma til og hendurnar til fyrirmyndar. Glæsilegt,“ sagði Selma.

„Mér fannst smá eins og þú værir Hallgerður Langbrók, stórhættuleg kona. Svo gaman að sjá þig fara í þessa flamingo stöðu hún var einkennandi í gegnum allan dansinn, gríðarlega erfitt og mjög vel gert,“ sagði Jóhann eftir atriðið.

Selma gaf atriðinu 9 í einkunn en Jóhann og Karen gáfu þeim 10.

Hér að neðan má sjá atriðið. Næsti þáttur verður á dagskrá á föstudaginn og það í beinni á Stöð 2.


Tengdar fréttir

Eyfi söng sjálfur lagið sem hann og Telma dönsuðu við

Eyjólfur Kristjánsson og Telma Rut Sigurðardóttir dönsuðu Enskan vals við lagið Beauty and the Beast í síðasta þætti af Allir geta dansað sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 síðastliðið föstudagskvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.