Lífið

Siggi strangur og smámunasamur en alltaf mjög góður við Völu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vala og Siggu á gólfinu.
Vala og Siggu á gólfinu.

Vala Eiríks og Sigurður dönsuðu Foxtrott við lagið You Should be Dancing með Bee Gees í síðasta þætti síðastliðin föstudagskvöld og var þátturinn í beinni útsendingu á Stöð 2

Bæði voru þau eru fallega bláklædd og voru diskótaktarnir heldur betur góðir. Dómararnir voru hrifnir.

„Það er mikil pressa á ykkur eftir síðustu viku. Mér fannst þið halda ykkar striki býsna vel í kvöld. Ég sé alltaf vinnuna og svitann á bak við allt sem þið gerið. Var rosalega ánægð með ykkur í kvöld,“ sagði Selma sem gaf þeim 9 í einkunn.

„Er svo ánægður að þú hefur hlustað á okkur með líkamsstöðuna. Hefði samt viljað sjá þig rúlla aðeins betur á fætinum. Ótrúlega skemmtilegt að horfa á ykkur. Jóhann fór úr skónum til að sýna okkur hvernig á að rúlla fætinum, hann er svo frábær,“ sagði Jóhann og gaf hann  þeim einnig 9 í einkunn.

„Þið voruð svolítið í því að stíga í staðinn fyrir að láta fótinn renna. Þið vinnið þetta rosalega vel. Gott samstarf og vel gert,“ sagði Karen Reeve sem gaf þeim 9 í einkunn eins og hinir dómarar.

Hér að neðan má sjá atriðið sjálft.

Klippa: Vala Eiríks og Sigurður dönsuðu Foxtrott


Tengdar fréttir

Manuela og Jón unnu danseinvígið með þessum dansi

Eyjólfur Kristjánsson og Telma Rut Sigurðardóttir voru send heim eftir danseinvígi í Allir geta dansað nú í kvöld. Eyfi og Telma og Manuela og Jón Eyþór voru í tveimur neðstu sætunum eftir að símakosningu lauk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.