Innlent

Heyrðu skothvelli og sáu blóðslóð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Vísir/Valli
Rétt eftir klukkan hálfþrjú í dag var tilkynnt um skothvelli í Undirhlíðum ofan Hafnarfjarðar. Þá sást blóðslóð en talið er að þetta sé tengt rjúpnaveiðum.

Þá voru nokkur innbrot tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag, meðal annars í sumarbússtað skammt fyrir ofan borgina. Tveir voru handteknir, grunaðir um innbrotið. Þeir voru færðir á lögreglustöð og eru nú vistaðir í fangageymslum.

Þá var tilkynnt um eld í skúr í við nýbyggingu í austurhluta borgarinnar. Eldurinn reyndist vera í rafmagnstöflu og var minniháttar.

Þá kom upp eldur í pizzuofni á veitingastað. Slökkviliðið fór á vettvang en eldurinn var minniháttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×