Innlent

Borgi stæði eða stækki lóðina

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Mikil uppbygging er við náttúruperluna.
Mikil uppbygging er við náttúruperluna. Fréttablaðið/GVA
Forsvarsmenn Hótels Skógafoss vilja að héraðsnefnd Rangæinga taki þátt í að greiða kostnað við malbikun bílastæða við hótelið.

Í erindi frá Eyju Þóru Einarsdóttur og Jóhanni Frímannssyni er lagt til að verði héraðsnefnd ekki við því að borga í bílastæðinu þá verði lóð Hótels Skógafoss stækkuð þannig að hún nái yfir hið malbikaða svæði.

Héraðsnefndin ákvað að afla frekari gagna um málið og frestaði afgreiðslu þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×