Barcelona mistókst að saxa á forskot Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Getafe á útivelli í dag.
Börsungar voru miklu meira með boltann í leiknum, en gekk illa að skapa sér opin færi gegn þéttri vörn heimamanna.
Lionel Messi komst næst því að skora í byrjun seinni hálfleiks þegar skot hans beint úr aukaspyrnu small í slánni.
Umdeilt atvik átti sér undir lokin þegar dómari leiksins flautaði til leiksloka þegar Getafe var komið í dauðafæri. Þar slapp Barcelona fyrir horn.
Börsungar eru nú fjórum stigum á eftir Real Madrid, en bæði lið hafa leikið 15 leiki í deildinni.
Börsungar skutu eintómum púðurskotum gegn Getafe
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
