Innlent

Lagði áherslu á málefni kvenna

Ingibjörg átti fund með héraðsstjóranum í Maymanhar.
Ingibjörg átti fund með héraðsstjóranum í Maymanhar.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra lagði áherslu á málefni kvenna í heimsókn sinni til Afganistan sem lauk í gær.

Hún átti meðal annars fund með kvennamálaráðherra, þingkonum, konum frá ýmsum félagasamtökum og leiðtogakonum úr afgönsku samfélagi. Meðal þess sem rætt var um er hversu mikið konur hafa dregist aftur úr í menntun og ofbeldi gagnvart afgönskum konum.

Þá kynnti Ingibjörg sér starf friðargæslusveita í Afganistan, en eins og kunnugt er hafa íslenskir friðargæsluliðar verið þar að störfum. Hún hitti jafnframt héraðsstjórann í Maymanhar sem lagði áherslu á uppbyggingu á sviði landbúnaðar og sagði að ef til vill gætu Afganar lært búfræði af Íslendingum.

Ingi R. Ingason og Kristinn Hrafnsson hafa verið í Afganistan í viku og fylgst með heimsókn Ingibjargar. Þeir munu segja frá ferð sinni í Kompásþætti sem verður sýndur á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×