Innlent

Snjóflóð sprengd á stað

Hundrað sjötíu og fimm kíló af sprengiefni voru sprengd í tveimur giljum á Vestfjörðum í gær til að koma af stað snjóflóðum.

Snjóflóðasetrið á Ísafirði stóð fyrir sprengingunum í gær en með þeim er verið að kanna hvort hægt sé að nota sprengingar við snjóflóðaeftirlit hér á landi. Víða um heim er notuð sú aðferð að setja snjóflóð á stað áður en snjóalög verða það mikil að þau stefni fólki í voða. Farið var á stað með verkefnið síðasta vetur en þá voru þrjár tilraunir gerðar. Alls voru hundrað sjötíu og fimm kíló sprengd í gær í tveimur giljum fjarri mannabyggð. Frekari tilraunir með sprengingar verða gerðar í vetur ef aðstæður og færi skapast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×