Fíkniefnafundur á Fáskrúðsfirði hefur lítil áhrif á verð 19. mars 2008 13:19 Fíkniefnafundurinn í Fáskrúðsfjarðarmálinu virðist hafa haft lítil áhrif á fíkniefnamarkaðinn hér á landi til langs tíma ef marka má verð á fíkniefnum nú um stundir. Yfirlæknir á Vogi segir að þegar þrengt sé að einu efni sæki fíklar í annað. Lögregla kom í veg fyrir að yfir 40 kíló af fíkniefnum kæmust á markað hér á landi með því að gera þau upptæk í skútu sem kom að Fáskrúðsfirði í september í fyrra. Alls var um að ræða 23,5 kíló af amfetamíni, tæp 14 kíló af e-töflu dufti og hátt í 1800 e-töflur. SÁÁ tekur saman verð á ólöglegum fíkniefnum reglulega og ef marka má nýjustu tölur, sem eru síðan í febrúar, hefur verðið á helstu efnum á markaði lítið breyst frá því fyrir fíkniefnafundinn. Þannig kostaði grammið af hassi um 2200 krónur í ágúst 2007 en kostar nú um 2100 krónur. Amfetamín kostaði rúmlega 4300 krónur í ágúst en kostar nú um fjögur þúsund krónur og þá kostar e-pillan 2.300 en kostaði í ágúst 2.150. Kókaín kostar hins vegar 11.900 nú en kostaði um 13.500 í ágúst. Tekið skal fram að hér er um meðaltalstölur að ræða sem byggjast á upplýsingum hjá innrituðum sjúklingum hjá SÁÁ. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að fíkniefnamarkaðurinn sé fjölbreytilegur og fólki noti alls kyns vímuefni, bæði læknalyf og ólögleg fíkniefni. Ef þrengt sé að einhverju efni þá færist neysla manna hreinlega til. Þá bendir hann á að verð á fíkniefnum geti verið misjafnt eftir því hvenær dags það sé selt og hvar það sé selt.Neysla örvandi efna aldrei verið meiri Hann segir fíkniefnafund eins og í haust vissulega hafa þýðingu en erfitt sé að segja um áhrifin til langs tíma. „Tölurnar fyrir síðasta ár sýna að amfetamínið hefur aðeins gefið eftir en kókaín er að fylla skarð þess," segir Þórarinn og segir neyslu örvandi fíkniefna aldrei verið meiri en undanfarin tvö ár. „Það hefur verið hæg aukning frá árinu 2000 en hún er stöðug. Neytendur eru aðallega fólk á aldrinum 20-30 ára og þeir eru þungir, með miklar sýkingar og margir komnir með geðeinkenni vegna neyslunnar," segir Þórarinn. Um verðmyndun á fíkniefnamarkaði segir Þórarinn að honum sýnist sem hún fari eftir verði á hassi. Þannig breytist verð á kókaíni og amfetamíni í réttu hlutfalli við verð á hassi og e-pillu. Þeir sem noti dýrari og sterkari efni eins og kókaín og amfetamín þurfi að selja um tíu skammta af hassi eða e-pillu til þess að fjármagna neyslu sína. Pólstjörnumálið Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Fíkniefnafundurinn í Fáskrúðsfjarðarmálinu virðist hafa haft lítil áhrif á fíkniefnamarkaðinn hér á landi til langs tíma ef marka má verð á fíkniefnum nú um stundir. Yfirlæknir á Vogi segir að þegar þrengt sé að einu efni sæki fíklar í annað. Lögregla kom í veg fyrir að yfir 40 kíló af fíkniefnum kæmust á markað hér á landi með því að gera þau upptæk í skútu sem kom að Fáskrúðsfirði í september í fyrra. Alls var um að ræða 23,5 kíló af amfetamíni, tæp 14 kíló af e-töflu dufti og hátt í 1800 e-töflur. SÁÁ tekur saman verð á ólöglegum fíkniefnum reglulega og ef marka má nýjustu tölur, sem eru síðan í febrúar, hefur verðið á helstu efnum á markaði lítið breyst frá því fyrir fíkniefnafundinn. Þannig kostaði grammið af hassi um 2200 krónur í ágúst 2007 en kostar nú um 2100 krónur. Amfetamín kostaði rúmlega 4300 krónur í ágúst en kostar nú um fjögur þúsund krónur og þá kostar e-pillan 2.300 en kostaði í ágúst 2.150. Kókaín kostar hins vegar 11.900 nú en kostaði um 13.500 í ágúst. Tekið skal fram að hér er um meðaltalstölur að ræða sem byggjast á upplýsingum hjá innrituðum sjúklingum hjá SÁÁ. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að fíkniefnamarkaðurinn sé fjölbreytilegur og fólki noti alls kyns vímuefni, bæði læknalyf og ólögleg fíkniefni. Ef þrengt sé að einhverju efni þá færist neysla manna hreinlega til. Þá bendir hann á að verð á fíkniefnum geti verið misjafnt eftir því hvenær dags það sé selt og hvar það sé selt.Neysla örvandi efna aldrei verið meiri Hann segir fíkniefnafund eins og í haust vissulega hafa þýðingu en erfitt sé að segja um áhrifin til langs tíma. „Tölurnar fyrir síðasta ár sýna að amfetamínið hefur aðeins gefið eftir en kókaín er að fylla skarð þess," segir Þórarinn og segir neyslu örvandi fíkniefna aldrei verið meiri en undanfarin tvö ár. „Það hefur verið hæg aukning frá árinu 2000 en hún er stöðug. Neytendur eru aðallega fólk á aldrinum 20-30 ára og þeir eru þungir, með miklar sýkingar og margir komnir með geðeinkenni vegna neyslunnar," segir Þórarinn. Um verðmyndun á fíkniefnamarkaði segir Þórarinn að honum sýnist sem hún fari eftir verði á hassi. Þannig breytist verð á kókaíni og amfetamíni í réttu hlutfalli við verð á hassi og e-pillu. Þeir sem noti dýrari og sterkari efni eins og kókaín og amfetamín þurfi að selja um tíu skammta af hassi eða e-pillu til þess að fjármagna neyslu sína.
Pólstjörnumálið Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira